Andvari - 01.01.1920, Blaðsíða 175
Andvari]. Frá Eiríki Magnússyni og Jóni Sigurðssyni 135
að Hilmar Finsen hefir gengið að vanda- og veg-
semdarstarfi sínu með þjóðhollum hug, enda virðist
Jóni Sigurðssyni í fyrstu hafa líkað vel við hann.
Hefir stiftamtmaður eflaust átt við mikla örðugleika
að etja, þar sem var Danastjórn. Hafa samtíðar-
menn hans hér á landi fráleitt gert sér grein fyrir því,
sem skyldi, og hann því verið tortrygður meir en
maklegt var. En vant er að vita, hver hagur málum
vorum hefir staðið af þeirri tortrygni, hvort slíkt
hefir ekki að einhverju leyti dregið úr áhuga hans
á stjórnbótarmáli voru. Söguritarar vorir verða að
athuga þetta atriði rækilega. En sjá má það á bréf-
um Eiríks til Steingríms, að ekki hefir Steingrími
alls kostar fallið vel við Hilmar frænda sinn, er þeir
höfðu verið nokkur ár samtíða í Reykjavík.
í sama bréfi skrifar hann svo um fjárútvegun sína:
Bpér megið vera viss um það, að eg er hinn sami og verð
liinn sami, hvað mál vor og söguna yðar snertir og mun
eg ekki lirapa að stórræðum án pess að láta yður það vita
fyrirfram. Pað gengur stirt með bölvaðan karlinn, hann er
sá djöfuls pverhöfði, að engu verður við hann ráðið.
Hann var kotninn í £ 40,000 skuld, og fór Páll heim til að
skipa um hagi hans. Bauðst Páll til að taka að sér að
borga £ 20,000, ef kall^vildi afhenda fasteign alla og draga
sig út úr heiminum með £ 2000 á ári. Hinn helmingur
skuldarinnar skyldi greiddur með lífsábyrgðarfé hins gamla
hrosshauss. En í stað pess að ganga að þessum kostum,
rauk fauskfjandinn úr landi yfir til Boulogne og ritaði
paðan pvera neitun, að hann vildi ekkert eiga við uppá-
stungu sonar sins, og afleiðingin er nú orðin sú, að pað
er verið að panta út hús og húsbúnað, fasteignir &c, i
skuldirnar. Við petta stendur nú, en eg býst við, að kall
verði nú rekinn frá öllu saman með lögum. Nú liggur
fyrir mér ferð til London, og hitti eg par vin okkar, og
mun eg geta frætt yður um lleira paðan. Ekki skuluð pér