Andvari - 01.01.1920, Page 178
138 Frá Eiríki Magnússyni og Jóni Sigurðssyni [Andvari.
en að þessir tveir erfðaféndur þeirra sæti rétt fyrir norðan
þá, þar sem þeir eru verjulausastir fyrir. Færi menn á
annaö borð að hreyfa þessu í blöðum á Englandi, mundi
menn sízt skorta mærð til að sannfæra eða gera skoðanina
sennilega.
Pað þykir mér mjög sennilegt, er þér segið, að Danir
muni vilja þegja okkur til dauðs; en hitt ekki síður senni-
legt, að það muni varla takast. Ef við ekki verðum því
tannlausari, þá munum við reyna að bíta, þegar á herðir.
En eg held það sé alveg rétt af oss að láta tímann vinna
með okkur, halda sem fastast saman og flasa ekki út úr
flokknum fyr en foringja vorum þykir mál til atlögu. En
þá að gera það er gert verður. Eg veit fyrir víst, að Danir
skíta enn svo í málið, á einhvern hátt, að þeim verði því
síður haldsælt á því en oss. Því þannig fer oftast
nær, er undirferli og ódrenglyndi stýla lög athöfnum þess,
er verri málspartinn hefir.
Mér skilst svo á bréfi yðar, sem þér séuð að ræða málefni
yðar viö íslendinga í Höfn, og þykir mér vænt að heyra,
hvað þér eruð vongóður um fylgi þeirra. íslendingar í Höfn
segja, að nú sé popularitet yðar þar miklu meira en áður.
Má ekki sannfæra íslenzka kaupmenn um, að þeim sé
viturlegra að snúast á band með yður i þessu máli, því
þess meira fé, sem við fáum til að starfa með, þess meira
mega kaupmenn vænta sér af verzlun sinni, því fyrir féð
skeður uppgangur landsins, en af uppgangi þess leiðir
aukna og blómlega verzlun. En það er ilt við kaupmenn
vora að eiga, meðan verzlun þeirra ekki verður íslenzkari
en nú er hún. En ef við fáum fjárhag vorn, þá fáum við
líka nteira vald yfir verzlun vorri og getum stutt hana og
veitt henni í þær rennur, sem hún ekki fer i nú. Eg held
fyrir víst,‘ að hún hljóti þá að verða íslenzkari en nú er
hún. En það er máske hættulegt að nefna slíkt við danska
kaupmenn, sem bæði eru ónýtir verzlunarmenn, ómentaðir
í sinni eigin iðn og hafa enga reynslu nema búðarreynslu
á íslandi og kramarareynslu í Höfn. Fæstir hinna íslenzku
kaupmanna vita nokkuð um verzlun eða þekkja nokkuð
hið sanna eðli verzlunarinnar út um heiminn; það er þeim
annaðhvort leyndardómur eða heimska; og ofan á alt þetta