Andvari - 01.01.1920, Blaðsíða 180
140 Frá Eiríki Magnússyni og Jóni Sigurðssyni lAndvari.
og Powell eyðiiagður og reductus. Pað er bölvunin, aö
hann fæst ekki til að höfða mál gegn þeim gamla, sem
honum þó væri lafhægt, og yrði bráðunnið fyrir hann, og
eg er viss um, að hann fengi almannalof fyrir. En eg kæri
mig ekki um aö binda mig við liann einan, því það er gott,
ef fleira fæst en hans tillag eitt, sem reyndar verður
generous, þegar hann fær frjálsar hendur til athafna. Pannig
er nú alt in suspenso1) — — —----------Eg var um tíma
þeirrar vonar, að eg mundi geta fengið yður til að roðna
af fögnuði, en eg hefi ekki séð færi til þess enn, og verð
að fara svo varlega til að missa ekki piltinn2). Hann elsk-
ar mig sem stendur af öllu hjarta.------------Petta eru
nú alt barnalegar fréttir, en ekki óinteressant, ef nokkur
skyldi verða ávöxtur vonar minnar«.
Mjög er Eiríkur í bréfi þessu reiður þeim Gísla Brynj-
ólfssyni og Grími Thomsen, er hann ætlar, hvort sem
það er rétt eða rangt um Grím, að ritað hafi miður
vingjarnlega um Jón í dönsk blöð: »Eg segi yður það
satt, að eg hefi nötrað af reiði yfir þeirri helvítis
sullsúpu, sem Gísli og Grímur eru að sjóða saman,
þó eg sé reyndar alsannfærður um, að þeirra kynni
við blaðið og blöð Dana verði ekki langgæð. Hins
vegar er það gott, að við þekkjum vora menn, ef
dagur vonar vorrar rennur nokkru sinni á loft, og
má þá mikið vera, ef þeir ekki ranka við sér.-----------
— — — Á íslandi eru nú hugir manna ekki mjog
sundurleitir, að mér virðist eftir bréfum yðar, en þó
allir hyggi ekki á einn veg, er varla tiltökumál. Pað
gjörir lítið til. Par skortir alt til að mynda flokk
fyrir Dani, þó menn vildi, og efnaleysið ekki hvað
sízt. Menn vorir vilja allir Dönum illa, nema fáein-
ar embættismannahræður, sem allir eru of eigin-
1) þ. e. dregst.
2) o : Jarlsefnið yfir Marne & Dale.