Andvari - 01.01.1920, Page 183
Andrari.i Frá Eiríki Magnússyni og Jóni Sigurössyni 143
þessa orðsnjalla ákafa- og áhugamanns. Það sést
ekki, að hann hafi órað fyrir, hve lítið oss myndi
muna um þetta danska tillag, er fram í sækti og
þarfirnar yxu »þúsundfalt«, en af því mátti þó leiða
slíka ályktun.
í næsta bréfi er nú loks runninn á loft »hinn
mikli dagur vonarinnar«. Bréfið hljóðar svo:
»6 Rue de Castiglione. París, 20. jan. 66.
Ástkæri vin!
Margfaldar þakkir fyrir yðar síóasta ágæta bréf. Pað
gladdi mig eins og bréf yðar ávalt gjöra, og fann eg sárt
til, hversu ónýtr correspondent yðar eg er, og enn sárar
tekur mig að geta ekki brýnt þá félaga, sem þér nefnið,
eins og mér býr í skapi. En eg er nú hræddur um, að þó
brýnisílöguna ekki brysti, þá mundu spíkurnar illa bíta á
aðra eins snarrótartotta og Oddgeir er. En um þetta skrifa
eg yður siðar, þegar eg er betur upplagður til að slúðra
en í dag; því nú hefi eg aðrar fréttir að færa yður, en
jeremiader um hypocondriskan..............son eða eigin-
gjarnan.......
Svo stendur nú á, að vinur vor hefir nú komizt að fé
talsverðu, og komið yfir til mín, að conferera, hvað gjöra
skuli við hrúguna, áður en hann sóar henni allri í óþarfa.
Hefir okkur samizt að senda yður £ 1000 upp í sögustarf
yðar. En nú verð eg að vita, hvernig þér viljið, að eg komi
því. Getur það engan veginn skeð, án þess að danskurinn
viti og kvis komist upp um fjársendinguna? Eða þér kærið
yður ekki um það, og þá bið eg yður segja mér, hvernig
eg á að senda sjóðinn. Eg get ekki sagt yður, hversu það
gleður mig að færa yður fregnina um þetta lán mitt og
yðar. Guð gefi, að eg geti sem oftast fært yður slíkar
gleðifregnir.
Eg ætla ekki að Iengja blaðið að sinni meira en nú er
orðið og bið yður skrifa mér sem fyrst þér getið.
Með ástarkveðjum frá okkur kunningjunum og konu
minni er eg yðar einlægur elskandi vin
Eiríkur Magnússon.