Andvari - 01.01.1920, Síða 186
146 Frá Eiríki Magnússyni og Jóni Sigurðssyni [Andvari.
alveg ómissandi að fá ritgjörðina, sem þér talið um,
og eg legg það til, af minni hálfu, að þér látið hana
sitja fyrir, því nú er víst tími til að tala við Dani.
— — — Skrifið þér í herrans nafni um »Islands
Finansielle Forhold« hið bráðasta1). — — — Ef að
þér gætuð komið út fyrsta bindinu af sögunni svo
fljótt sem um var talað í öndverðu, þá mundi það
friða vin vorn, sem mjög er bráðlátur. Eg er líka
hræddur um, að hin komandi ár færi yður ef til vill svo
mörg störf upp í hendurnar og gefi yður svo mikið
að hugsa um, að þá verði lítill tími afgangs fyrir
störf yðar að sögunni. En sagan sjálf verður einn
liðurinn í vorri pólitisku demonstration gegn Dönum,
því það, að hún kemur út á ensku jafnharðan og
hún fæðist, er eg viss um, að vekur eftirtekl Dana
og máske truflar hug þeirra. Yfir höfuð vil eg ekki, að
þér látið ganga úr greipum tækifærið til að rita um fjár-
haginn, né heldur að agitera og safna að yður
mönnum, og læt eg það á yðar vald, hvað yður
sýnist þér geta farið langt í þessu efni, án þess að
ganga ofmjög á eftirvænting vinar vors. — —
— — — Eg hefi nú sem stendur engar nýjar
vonir um, að úr greiðist fyrir oss hinu pólitiska betli
mínu, en mín von verður æ ríkari með degi hverj-
um, að mér auðnist einhvernveginn að krækja í eitt-
hvað; eg hugsa um það á daginn og mig dreymir
um það á nóttunni; drepist kallinn, þá veit eg, að
spil vort er unnið; það eru nú engar líkur til, að
hann lifi lengi, því hann er nú yfir í Frakklandi
(Boulogne) að ekta frakkneskan farðakopp í kven-
líki.---------
1) Um fjárhagsmál íslands er i N. Fél. 18G7 löng ritgerö eftir .1. S.,
sem liér mun átt við.