Andvari - 01.01.1920, Qupperneq 187
Andvari.] Frá Eiriki Magnússj'ni og Jóni Sigurðssyni 147
Jarlinn þaut frá mér í skyndi fyrir 8 dögum, til
að vera við dauða móður sinnar í London. Hann
er þar enn, en hefir ekki skrifað mér enn þá, en eg
á þó von á bréfi frá honum. Hvað mér kann að
tákast við hann, veit eg ekki, en ef hann bregst mér
til fjár, þá er þó annað, sem hann getur aðstoðað
mig með, og það er að koma mér í kynni við góða
menn, auðuga aðalskalla og þess konar höfuðskepn-
ur. Eg held áfram að keipa, þar sem eg get komið
því við, því megið þér trúa.
Eg kann yður beztu þakkir fyrir boð j'ðar, að
láta mér í té hjálp af fé yðar. Eg ætla að þiggja
boðið, því þó lítið beri á, þá er eg ekki fjölskrúð-
ugur, og hirði nú reyndar ekki um það.--------------
Vona eg, að þér reiðist mér ekki, þó eg verði stór-
tækur við yður í bænum mínum og mælist lil £ 50.
Eg skal borga yður alt, þegar eg verð stór, sem eg
vona, að komi á minn dag einhverntíma; að minsta
kosli svo stór, að eg geli borgað yður það, sem þér
bafið lánað mér eða lánið mér, ef þér treystist að
verða við þessari lánbón. Eg fyrirverð mig fyrir þetta
betl, en eg vona, að þér reiðist mér ekki; mér geng-
ur ekkert til annað en að geta synt ofan á til að
hreyfa mig þangað, sem íiskur er fj’rir, ef eg spyr,
að einhverstaðar sé veiði von. Eg fer í sumar til
Englands til að siljast þar fyrir og komast í kynni
við menn og þar fram eflir götunum.
Eg á von á vini vorum eftir tiu daga eða svo, og
þá sendum við nóturnar, eins og þér hafið mælt
fyrir«.
13. febr. er næsta bréf ritað, og er Eiríkur þá far-
inn að senda honuin nokkuð af peningunum; »Eg
sendi yður nú £ 550 eða nominelt £ 600. En vinur
10