Andvari - 01.01.1920, Qupperneq 188
148 Frá Eiríki Magnússyni og Jóni Sigurðssyni |Andvari.
vor getur að eins sent sem stendur alls 900 f, svo
að enn eru eftir £ 300, sem bankakallinn er að út-
vega, og hefir lofað þeim i enskum nótum eftir tvo
daga. Margfaldar þakkir fyrir yðar örlyndi við mig
óverðugan«. Hefir Eiríkur sent honum féð í mörguiii
nótum. 20/2 ’66 ritar hann: »Eg hefi látið undan freist-
aranum og þáð af yðar örlyndi £ 100 alls, og hygg
eg, að einhverntíma geti eg sagt, að yðar hagur hafi
ekki rýrnað við það«.
26. febr. er alt komið með skilum til Jóns, það er
Eiríkur hefir þá sent. Með því bréfi sendir hann hið
siðasta, er hann sendi. 21. marz ritar Eirikur Jóni
frá París: »Eg varð feginn að fá bréf yðar frá 3.
þ. m., ,og þar með tilkynninguna um, að nú væri
alt heimt. Þar er þá okkar plönum svo langt komið,
að sagan fæðist, ef ekki vilja til nein óhöpp. En lít-
ið er nú fengið þar með, og þó mikið, því mér hefir
fyrir löngu fundizt mest um varða, að okkar oddvita
yrði svo borgið, að hann —--------gæti haldið áfram
að rífast við varmennin, án þess að dragna niður í
eymd og vesaldóm undir ómensku þeirra, undir
hverra högg hann varð alt að sækja, jafnframt og
hann átti í illdeilum við þá, Það er því gott, að þetta
er nú komið í kring; en nú verð eg að fara að leys-
ast upp héðan, og ætla yfir til London að vita, hvað
fiskast. Eg er að vona, að þjóðsagnaþýðingin seljist svo,
að eg geti fleytt mér dálítið og slegið slöku við, dag og
dag, fundið ríkiskalla og skrafað við þá, því jarls-
efnið mitt er nú hér kominn að nýju og ætlar að
greiða götu mína með »introductionum«, og verði
eg ekki því meiri ólánsseppi, þá vona eg að guð
gefi, að eitthvað vinnist úr krafsinu«.
Skömmu síðar fór Eiríkur til Englands og settist