Andvari - 01.01.1920, Side 189
Andvari.] Frá Eiríki Magnússyni og Jóni Sigurðssyni 149
þar að. En þá bregður svo einkennilega við, að umtal
um peningaútveganir og sögu nærri steinhættir. Ekki
er auðfundið, hvað veldur. Ekki sést, að Jón hafi
sjálfur þvertekið fyrir, að hann aðhefðist meira en á
unnið var þá. Ef til vill hefir það stafað af því, að
Eiríkur fékk þá margt annað að hugsa. Hann vann
að því og var riðinn við, að Englendingar keyptu
fé hér á landi haustið 1866 og fór heim snögga ferð,
í þeim erindum, að því er virðist. Ef til vill hefir
orðið fyrir honum sá skíðgarður, er hann treystist
ekki yfir að stökkva, og þá hætt að tala um »betl.«
Faðir Powells reyndist og lifseigari en hann hugði.
Ekki er samt lokið skiftum Eiríks og Jóns. Kring-
um 1870 hefir Eiríkur útvegað Jóni ritstörf, vísað
ensku tímariti á að fá hann til að rita fyrir sig stutt
ársyíirlit yfir bókmentir Dana. Greiða skyldi 10 shil-
lings í ritlaun fyrir dálkinn. Sýnir þessi útvegun, að
nokkurt álit hefir verið í Englandi á þekking Eiríks á
bókmentum Norðurlanda. Hitt er annað má), hve Jón
hefir verið vel til slíkra starfa fallinn. En eitthvað
hefir hann skrifað fyrir tímaritið. Býðst Eiríkur til
að þýða grein hans. Enn er hann féskjálgur fyrir
hönd fornvinar síns og mikils háttar skjólstæðings.
1. dec. 1871 ritar hann Jóni: »Eg hefi nýlega hitt í
Oxford: írlending, að nafni Lord Garvagt, patriot
mikinn í írskri þýðingu og íslandsvin. Eg gaf hon-
um lecture yfir ísland, og Iávarðurinn skalf af með-
aumkvun; eg hefi hálfa von um að geta sorfið eitt-
hvað út úr honum fyrir okkar þjóðvinafélag«.
Nokkur ár milli 1870—1877 finnast ekki i söfnum
hér bréf frá Eiríki til Jóns. En geymt er þar bréf
frá Eiríki til hins aldraða og heilsuhruma forseta
vors og foringja, dagsett 22. nóv. 1877. Var þá loks