Andvari - 01.01.1920, Side 191
Andvari|. Frá Eiríki Magnússyni og Jóni Sigurðssyni 151
mér, en að rita þér sæmdar- og þakkarbréf og lýsa þar
skýrt yíir því, að öll skuldabönd milli þín og hans væru
á enda. Hvað? Og það væri ef til vill allra bezt, að þú
skrifaðir honum þetta sjálfur, svona: Að eg færi svo sem
með laus skilaboö til hans á undan til að vita, hverju hann
mundi svara þér, ef þú ritaðir honum, eins og eg hefi tekið
fram. Eg get skrafað [við] hann til undirbúnings, að eg
held, svo alt ælti að ganga á eftir með himnalagi. Nú get-
ur þú sagt, hvað þér sýnist. En reyna mun eg að sjá á
þinn hag í þessu máli, alt er eg get«.---
Tryggvi Gunnarsson segir í fyrnefndum minning-
um sínum (»Tíminn« 1918, 45. blað) að hann hafi
farið til Cambridge, á fund Eiríks, er hann fór frá
alþingi til Hafnar 1877. Síðan haíi þeir farið til Lun-
dúna, á fund Powells, boðið honum, að íslendingar
sendu honum ávarp eða menjagrip fyrir hjálp hans
við Jón Sigurðsson, og hafi hann tekið því vel. Var
Powell síðan fært að gjöf upphleypt kort af íslandi
frá Hafnar-íslendingum og skrautritað ávarp, fyrir
hjálp hans við óskabarn íslands. »Var Powell hinn
ánægðasti yfir«, segir Tryggvi1). Gekst Tryggvi fyrir
fjársöfnun til þessara gjafa. Jón slapp þannig við að
greiða skuld sína.
Þannig lauk þessu fjár- og skuldamáli þjóðhöfð-
ingja vors.
Af bréfum Eiríks virðist því sýnt og sannað :
1. Powell hefir léð Jóni Sigurðssyni £ 900 fyrir
tilstilli Eiríks Magnússonar. Það virðist mishermi,
sem Tryggvi Gunnarsson og Indriði Einarsson segja
um fjárhæðina.
l) Grunur er mér á, að Tryggva misminni eitthvað um Kambryggju-
för sína. Éri með þvi að slikt skiftir ekki máli, liirði eg eigi að rannsaka
það til róta.