Andvari - 01.01.1920, Side 192
152 Frá Eiriki Magnússyni og Jóni Sigurðssyni [Andvari.
2. Rétt er, að féð var léð til að rita íslandssögu,
sem þýða átti á ensku, en var aldrei rituð. En mis-
sögn er, að ganga hafa orðið eftir Jóni að taka við
fúlgunni.
3. Bókasafn Jóns var veðselt.
4. Jón Sigurðsson komst hjá að greiða Powell féð,
er Eiríkur útvegaði. Fyrir milligöngu Eiríks fékk sjálf-
stæðishetja vor 900 ensk pund fyrir ekkert.
Það sést, að Jón hefir ekki vantað viljann að launa
Eiríki drengskap hans við sig. Fyrst býður hann honum
lán úr Powellssjóði, sendirhonum síðan — réttara, —
býður honum helmingi meira, en hann fór fram á. Og
af eftirfarandi kafla úr bréfi frá Eiríki, 30. marz
1878, virðist ráða mega, að hann haíi boðið Eiríki
lán, ef honum lægi á, annaðhvort í bréfi eða við
samfundi. Þá hafði loks rætzt úr fyrir Jóni, er —
heilsan var þrotin og lífið á förum:
------»Eg vona, aö þú takir pað bróðurlega, aðegspyr
pig, hvenær pú heldur, að eg mundi mega eiga von á pinni
stóru hjálp. Eg á nokkuð hart í við credítorana, sem treyst
hafa mér vel og lengi, en pykir alt dragast heldur úr hömlu
fyrir mér. Enda kemur og launabót mín æðiseint, að vera
ekki komin enn eftir 7 ár. En hún er á ferðinni, og nú
eru mínar prospecter eiginlega góðar, og pað er bráð lijáp
að eins, sem eg parf með, og sem næsta ár að öllum lík-
um gjörir mér fært að borga aftur«.
Ekkert sést á bréfunum um, hvort Jón hefir getað
orðið við bæn Eiríks. En sennilegt er, að hann hafi
orðið vini sínum að liði.
Vor þjóðkæri foringi hefir án efa haft meintent
nagdýr í hjarta sér, þar er ósamin sagan vor, eins
og ráða má af »Skírnis«-minningum Indriða Einars-
sonar. Um slíkt þurfa engir þeir frétta né frásagna,