Andvari - 01.01.1920, Síða 193
Andvari]. Frá Eiríki Magnússyni og Jóni Sigurðssyni 153
er kent hafa á nagi ógoldinna skulda. >>Og rauna-
legt er til þess að vita, að maðurinn, sem hafði tal-
að sögu landsins, lifað sögu landsins og skapað sögu
landsins, skyldi ekki endast til að skrifa sögu lands-
ins«, ritar Indriði.
Hér eru að eins prentaðir kaflar úr þeim bréfum
Eiríks til Jóns, er hann reit honum, meðan hann
stóð í stímabraki fyrir hann. Margvíslegt er fleira
fróðlegt í bréfum þessa bréfsnjalla og móðuga manns.
ísland má ekki gleyma Eiríki Magnússyni. Hann var
ekki eingöngu föðurlandsvinur að nafnbót, heldur í
brjósti og verknaði. Öll framkoma hans sýndi, að
þessi ummæli eru meira en venjulegt ölmálalof.
Á efri árum hans gleymdist löndum hans um of
verðleikar hans og þjóðrækið þel. Bankadeilur hans
sýndu ekki sízt áhuga hans einlægan á málefnum
íslands, hversu sem tími og reynsla reka meistarann
þar í vörðurnar. Víst er, að þessum rökvísa og af-
brigða-mikla fjörmanni gat hroðalega yfir sést, bæði í
stjórnmálum og skáldskaparmálum. Eg ætla, að bon-
uin hafi í stjórnmálum farið líkt og sumum miklum
rökhyggjumönnum stundumferþar: Hann hefir strokað
áfram eftir þráðbeinum ályktunum, en ekki gætt
þess, að hinn mikli vegamálastjóri raunverulegs lífs
hefir lagt veg þess boginn og krókóttan. Slíkir ferða-
menn hleypa oftast illa ofan í einhverja kelduna. í
Eiríki Magnússyni bjó áreiðanlega mikið af því eðli,
sem »fordæmir« skóginn, ef þar finst »laufblað fölnað
eitt«, eins og vinur hans. Steingrímur, kvað. Geðríki
hans miklaði fyrir honum gallana, svo að hann sá
ekki kostina. Þetta einkenni hans sést bezt, er hann
skírir skáldskap Gríms Thomsens, »þegar öllu er á