Andvari - 01.01.1920, Page 194
154 Frá Eiríki Magnússyni og Jóni Sigurðssyni lAndvari.
botninn hvolft, eitt merkilegt fullkomið sýnishorn af
poetisku humbug®1). Er það því raunalegra, að það
lenti á jafnskörpum manni, að skíra slíkri skemri-
skírn, er hann átti, flestum löndum vorum fremur,
kost á að kynnast gulli og gimsteinum erlendra bók-
menta. Hann var þeim og flestum þessum goðkynj-
aða Fáfnisarfi kunnugri. Ómaklega óvægur var hann
og tilþrifaþýðandanum séra Matthiasi í ritdómi um
þýðing hans á Othello (í »Þjóðólficc 1883).
Eg hefi hvergi séð Eirík Magnússon rita um það,
hversu hann hefir unað hlutskifli sínu og æfilangri
útlegð. Alt af hefir hugurinn verið heima. Hann
kveðst í einu bréfi »lafa við« »frón og frónbúa«, eins
og »fugl í snöru«. Hann hefir án efa viljað vinna
fósturjöið sinni meira en honum auðnaðist. Hann
hefir án efa siglt frá íslenzkri strönd með ungan hug
sinn fullan afreks- og framadrauma. Við getum að
nokkru ráðið í það i einum framanprenluðum bréf-
lcafla (bls. 133), þar sem hann rennir hýru auga til
þess dags, er Dönum »standi geigur af« sér. Sami
djarfi draumur leikur undir þeim orðum hans, áð
landar ytra geti orðið Dönum að meira meini en þá
dreymi um, og þeirri ráðagerð hans, að benda Englend-
ingum á wpólitík Dana« (bls. 137). Þorsteinn Erlings-
son heíir vitað það, hvernig sem hann hefir komizt
að því, að Eiríkur Magnússon hefir á unga aldri
hugsað hátt. Hann yrkir svo til Eiríks í kvæði einu,
sem liefir miklu frerour skynsemi en skáldskap til
ágætis sér:
»Þig dreymdi hinn glæsta draum um arma þá,
sem dygöu bezt við stærsta grettislakið«.
1) í ritlingnum »Dr. Grímur Thomsen, ritdómari og skáld. Vörn og
sókn eftir iiirik Magnússon, M. A. Cambridge 1887«.