Andvari - 01.01.1898, Síða 11
5
hann svo sjálfur í æfisögu sinni í boðsriti háskólans
1845, að það hafi ýtt undir sig, að hann hlaut verð-
laun þessiog hafi hann nú af kappi tekið að stunda heim-
speki og skáldrit hinna nýrri tíma, og tók hann
próf með iofseinkum í þeim fræðum 22. aprfl 1845,
en hinn 29. dag sama mánaðar varði hann rit sitt
um Bvron, og hlaut fyrir það meistaranafnbót, sem
með konungsúrskurði 10. maí 1854 var ákveðið, að
jaíngilda skyldi doktórsnafnbót. Var ritgerð þessi
prentuð sama ár. Að frarasetning mun hún nú
þykja nokkuð þungskilin og flókin, og ber mikinn
keim af Hegel heimspekingi hinum þýzka, eins og
margt af því tagi, sem þá var ritað. Heimspeki
hans var þá mjög í tízkunni, og í lienni er mönnum
hætt við að tolla, þótt menn, ef til vill, kæri sig
er Peter Ludvig Möller liét; var kann sex árum eldri en Grimur
og lagði mikla stund á lieimspeki og fögur visindi. Kom hann
dögum optar til Gríms, og vissu þeir þá báðir, að hvor um sig
ætlaði að svara verðlaunaspurningunni, og ræddu það efni með
sér daglega; voru það samantekin ráð þeirra. Hlaut Möller æðri
verðlaunin, en Grímur hin. Er það fært til í dóminum um rit-
gerðina, að rit Möllers sé þroskameira. En um ritgerð Gríms er
það sagt, að hún »lýsi fremur æskusprækleik en þroska,« en frá-
gangurinn votti samt »svo fjöruga og yfirgripsmikla viðleitni og
svo mikið andriki, og svari að mörgu leyti svo vel spurningunni,<
að hún sé hiklaust annara verðlauna verð. Ivona sú, er eg nefndi
fyrr, ætlar þar á móti, að Möller hafi tuiklu fremur, eptir því
sem hún þekti hann, verið líklegur til þess að nota sér margt af
þvi, er Grímur hefði talaö við hann. Æska hafi háð Grími þá^
og eins hitt, að hann var útlendingur og honum þvi málið ekki
eins tamt og hinum. Kaflar úr verðlaunariti Möllers eru prentaðir
í »Gæa.«—Meðal íslendinga hefir og lengi gengið sú saga, að í
einu af ritum þessarar konu sé lýst manni einum heldur kaldrifj-
uðum og tvisýnum og eigi sú lýsing við Grim, en því neitar kona
þessi nú þvert, að þangað sé stefnt nokkursstaöar i ritum sínum.
Og því bætir hún við, að hefði hún lýst Grími, þá hefði það
orðið allt á annan veg.