Andvari - 01.01.1898, Side 12
6
ekki um það í sjálfu sér. Kölluðu og íslendingar
sumir í þann tið Grrím »Hegelianer.« En fagurfræð-
ingar Dana og skáld, bæði H. C. Andersen og Oehl-
enschláger í bréfi til Gríms 14. ágúst 1844, gefa rit-*
gerðinni um Byron þann vitnisburð, að hún votti
»lærdóm, andríki, djúpa tilfinning, skarpleik og ná-
kvæma þekking á því, sem um sé að ræða.« Það
eru og öll deili til, að ritgerðin hafi vakið mikla eptir-
tekt í þá daga, og árið eptir (15. maí 1846) veitti
konungur Grími 1200 rdl. styrk til þess að ferðast
um meginlönd Norðurálfunnar, einkum í þvi skyni
að verða fullnuma í nýju málunum. Segir Finuur
Maunússon, sem mest muu hafa gengizt fyrir því að
útvega styrkinn, að svo mikinn styrk hafi ekki verið
vani að veita; liánn sé »ósiðvanlega mikill,« eins og
hann kemst að orði. Aður Grímur legði i þessa ferð
brá hann sér til Islands sumarið 1845 að hitta for-
eldra sína, og varð þá samferða aptur til Hafnar
Sveinbirni Egilssyni. En sumarið 1846 hóf hann
suðurför síua, og svo kveður Gísli Brynjúlfsson, að
hann kæmisl allt út í Feneyar, en lengst mun hann
þó liafa dvalið í París og Lundúnum. Víst er hann
í París frá því i október 1846 til maí 1847, en til
Lundúna er hann kominn þá um sumarið í júli.
Hverir þá voru helztir félagar hans uin þau ár sést
bezt á gamanbréíi einu, er honum er skrifað frá
Kaupmantiahöfn á latínu 17. rnarz 1847 til Parísar;
er það gert í »Lvceum,« og hefst með slikri kveðju-
sending: »Grimurum, urbix amatorem, salvere jube-
mus.« En undir það rita þessir menn: C. Hnrman-
sen (prófessor), C. Klein (síðar ráðherra og yfiifor-
seti í Khöfn), Petit, M. Wad, J. G ram (síðar pró-
fessor), E. F. Boesen, Hostrup (prestur og skáld),
Ussing (síðar prófessor), Chr. Listow, Schleisner (siðar