Andvari - 01.01.1898, Blaðsíða 16
10
biðlaunum um fimm ár. Var þá nokkuð breytt em-
bættaskipan í utanríkisráðaneytinu, og skyldi nú
skipaður einn deildarstjóri yfir alla deildarsekreter-
ana, sem áður höfðu deildarstjóra met. Feldi Grimur
si^ ekki við það, og tók því heldur lausn, og fór nú
að losna um hann í Danmörku úr þessu. Brá hann
sér til Islands þá um sumarið (1866), bæði til þess
að vera við skipti eptir móður sína og til þess að
litast um eptir jörð, þvi að liann ráðgerði þá að fara
að búa á íslandi, en utan liélt hann aptur undir
liaust 13. sept.1 Næsta ár fór hann alfari til Islands,
— ogkom til Revkjavíkur 26. júlí 1867, — og fór þaðan
aldrei síðan. Hafði liann þá með konuiigsúrskurði
28. júni fengið Bessastaði i skiptum fyrir Belgsholt í
Borgarfirði,2 Voru þá Bessastaðir elzt konungseign
á Islandi og höfðu verið svo siðan á 13. öld, að
Ilákon gamli tók þá undir sig með fieirum eignum
Snorra Sturlusonar. 1868 reisti Grímur búnað á
Bessastöðum og bjó þar til dauðadags 27. nóv. 1896.
Arið 1870 kvæntist hann Jakobínu Jónsdóttur prests
Þorsteinssonar f'rá Reykjahlíð, sem lifir mann sinn
og er nú í Reykjavlk.3 Ekki varð þeim hjónutn
barna auðið, en þau ólu upp Þorlák, son Jóns al-
þingismanns á Gautlöndum og Solveigar systur frú
Jakobínu, og kotnu honum til menta, en hann lézt í
Kaupmannahöfu 24. des. 1897, skömrnu áður en harin
ætlaði að ljúka embættispróíi i málfræði, einn hinn
1) Þjóðólfur XVIII, 117, 165.
2) Þjóðólfur XIX, 153.
3) öriumr bafði Bessastaði mjög kæra og undi þar vel bónda-
stöðunni, og svo ritar kunnugur maður: »Það er min skoðun, að
konan, bækurnar og sólskinið (hitinn) væri sú þrenning, sem skap-
•aði hans mestu lifsunun seinustu árin.«