Andvari - 01.01.1898, Qupperneq 19
13
Utlendinp;ar, bæði Englendingar og Þjóðverjar, kunnu
þar á móti miklu fyrri að meta Andersen en Danir,
en yfir því var vitanlega þagað og það að engu
haft, eins og vant er stundum að vera, þangað til
einhver kemur, sem þorir nógu einarðlega að rífa
surdur moðreykinn, sem opt er þyrlað upp af eigin-
girni og öfund, eða, þegar bezt lætur, af hreinni
vanþekkingu og hirðuleysi um það að vita sann á
þvi, sem um er talað, því að hver étur opt eptir
öðrum. Ritdómur Gríms um Andersen er einn af
þeim, sem þýðingarmestir hafa ritaðir verið, því að
skoðun Dana á skáldskap hans sneri upp frá þvi
svo algerlega við, að Andersen varð síðan og mun
jafnan verða þúfiingsskáld Dana, og þess utan eru
rit hans nú víðlesnari i veröldinni en nokkurs ann-
ars skálds, sem Danir hafa átt fyrr eða síðar.1
Það leið ekki á löngu, eptir að Grímur var
kominn til Islands, áður hann færi að eiga ýmsan
þátt i opinberum málum. 1869 var hann kosinn til
þings í Rangárþingi fyrir það ár og 1871 og 1873;
átti hann sæti á þingi jafnan síðan fram til 1891
(1875—1879 fyrir Gullbringu- og Kjósarsýslu, en
1881—1891 fyrir Borgarfjarðarsýslu). Ekki var laust
Við það, að sumum fylgismönnum Jóns Sigurðssonar
þætti koma nokkuð annar tónn í þingið eptir að
Grímur var kominn þar, og Jóns smámsaman fara
ah gæta minna en áður, og er það ekki svo undar-
legt. Jón var miklu eldri, farinn að þreytast, en
Urímur hættulegur mótstöðumaður, þar sem hann
hafði sömu aðstöðu og sá, er móti var. Þar með
8Ýnist tæplega hafa verið. farið sem hyggilegast að
------------
1) Um atvikin að því, að Grímur skrifaöi þennan ritdóm má
ö>eðal annars lesa i >Fjallkonunni,< IV, 1887, lils, 67.