Andvari - 01.01.1898, Síða 23
17
gerði hið mesta skop að »Sunnanpóstinum« og jafn-
vel að Arna biskupi Helgasyni, en Grímur hælir
hvorutveggja á hvert reipi framan í Fjólnismenn
1848.1 Hann lét og á þeitn árum kvæði bæði í Fjölni
og Félagsritin, og í Félagsritin 1845 ritaði hann hinn
merkilega ritdóm sinn um mannkynssögu ágrip Ko-
fods, það sem Páll Melsteð haf'ði þýtt (Viðeyjarkl.
1844). Þó mun aldrei allt hafa verið með fullutn
trúnaði eða þelalaust með honum og Jóni Sigurðs-
syni, þó að Grímur kynni að meta dugnað hans.2
Þó að það héti svo, að Grímur læsi lög fram til
1841. num þó varla hafa kveðið mikið að þeim lestri.
Eg hefi fulla vissu fyrir því, að hann var á þeim
árum farinn að leggja stund á skáldrit, einkutn
frakknesk. Kenndf de Meza hontim það mál í fyrstu,
en Grímur kenndi honum aptur islenzku. Hafði
hann um þessar mundir mest mæti á Berenger
frakkneskra skálda. Hefir svo sagt kona sú. er fyrr
getur, og bjó í næsta herbergi við haun, að hann
hafi þá haft þartn sið að ganga kring um kringlótt
Þorð í herberginu og þylja upp fyrir sjálfum sér
kvæði Berengers, svo að hún rnátti glöggt heyra inn
1) Om Islands Stilling i det dvrige Skandinavien, Kh. 1846.
2) Jón liafði þann sið að hjóða til sin á jólum þeim is-
lenzkum stúdentum, sem honum voru handgengnastir. En eitt sinn
brá svo við, að Jón greip i tómt, og gat enginn þeirra komið.
Voru þeir þá allir vistaðir hjá (trimi; liafði hann þá boðið þeim,
áður Jón varði, því ekki hafði það verið vandi Gríms að hat'a inni
jólaboð fyrri. En á siðari árum sinum hélt hann þeim jafnan
nppi (sbr. grein Skapta Jósephssonar i »Austra,« VII, 1). Eitt
sinn mætti Grimur Jóni fyrir utan liúsdyr hans, og var Jón að
ganga heim til sin og með honum Sigurður L. Jónasson, aðstoð-
armaður í ráðaneytinu hjá Grími. Brá |)á Grimur á glens: »Nú
þori eg að segja, að Sigurður er boðinn.« »Hann er boðinn, en
þú ert, vellcominn.«
2