Andvari - 01.01.1898, Blaðsíða 26
20
engin tilviljun, að kveðskapur Gríras varð norrænn
og þjóðlegur. Hann gat ekki orðið öðruvísi. Þar
með var og skap Gríins svo lagað, að það hratt
þeira áhrifura af sér, sem hann vildi ekki búa undir.
Og hann vildi ekki vera önnur útgáfa af öðrum
mönnum. Plann vildi sjálfur vera frumútgáfa. Kynn-
ing hans af skáldritum annara þjóða gat þ 7Í varla
haft örinur áhrif á hann en til þess að leiðbeina
smekk hans í fyrstu og frjófga hugtún hans. Votta
og þetta þýðingar hans raargar hverjar úr öðrum
málum. Hann víkur þeim við, máir út allt það út-
lenda, og snýr þvf upp á ísland og setur á þær svo
mikinn íslenzkubrag, að kvæðin eru í þýðing hans
orðin miklu líkari honum sjálfum en frumhöfundin-
um, svo að hann gat stundum eins vel markað þær
undir sítt mark.1 Svipuðu nokkuð segja og þeir,
sem vit hafa á, að bregði fyrir f þýðingum hans úr
forngrísku. Kvæðin sé orðin hálf norræn. Það get-
ur vitanlega verið nokkurt umtalsmál, hvernig þýða
eigi, laust og vikja við eða fast og þræða orðin sem
mest. Sé þýtt eingöngu til að sýna kveðskap frum-
höfundanna, þá á vitanlega að þýða fast, en vilji
1) Svo er einmitt. um þrjú kvæði i Ljóðmælunum 1880, sem
óvinir Gríms hafa brigzlað lionum um: Landslag, bls. 41, og
bendir Grimur þar til á milli sviga, að »Soumis sang* (þjóðkvæði
finskt: »Hör hur hiirlig sángen skallar«) hafi verið fyrirmynd síni
en Landslag er svo islenzkt i meðferð Grims, að það má heita
frumkveðið. Þá er Rúnaslagur, hls. 43, og segir Grimur það
»steypt upp úr gömlu hrotasilfri,« þ. e. gert upp úr gömlu kvæði.
Er það gamalt sænskt þjóðkvæði, og hefir Grimur einmitt sjálfur
látið prenta mikið af því i »Fædrelandet« 12. ágúst 1854, nr. 186.
Þriðja kvæðið er: Táp og fjör.og fríslcir menn, hls. 57, sem
ort er um 1860, og er þar engrar heimildar getið. Pyrri vísan
minnir. menn að vísu á »Mandom, mod oeh morskemen,« en síðari
visuna mundi Grímur nær hafa frumkveðið.