Andvari - 01.01.1898, Side 28
eyðurnar að spá í. Útlendingar geta þar á móti
boðið sínum þjóðum skáldskap út af islenzkri og nor-
rænni fornöld, sem væri óboðlegur á Islandi, enda
hafa þeir iíka gert það optar en einu sinni.1 Það
er einmitt eitt af aðal-ágætum Gríms, að hann heíir
leikið vel á gömlu strengina, og fyrstur manna farið
svo raeð fornöldina í kvæðum á íslenzku, að það
hefir vakió almenna eptirtekt og aðdáun, og þó
þykir mönnum þess kenna hjá honum, að jafnbetri
sé þau kvæði hans, sem eru úr sögu seinni alda. Af
öllum þeim íslenzkum kvæðum, sem ort liafa verið
fyrir og fram á öndverða daga hans út úr fornöld-
inni, og þau eru — að rímunum alveg slepptum —
ekki fá (til dæinis að taka líklega framundir 10 kvæði
sitt eptir hvern um dauða Kjartans Olafssonar), þá
hefir svo sem ekkert fest neinar rætur og flest verið
dauft og ólesandi. Það, sem mest kveður að og eig-
inlega er að nokkru verulegu getandi, er Örvarodds-
drápa Gröndals, sem er Ijómandi falleg með sprett-
um, og liefir án efa aldrei verið metin að verðleik-
utn, og er hún þó miklu norrænni en margt af sams-
konar útlendum skáldskap, sem til gildis hefir verið
haldið. En drápan er löng og nýtur sín ver en stutt
kvæöi. og það er efamál, hvort það borgar sig á ís-
lenzku aö taka heilar sögur fyrir á þann hátt. Stutt
kvæði um einstök einkennileg atriði eða einstaka
menrt gera, ef til vill, fullt svo tnikið gagn, vngja
eins vel upp endurminning þess gamla, og eru auk
þess vandarninni.
1) llvaða þýðingn málið hefir i þessnm efnnm má marka a
þvi, að íA'ikingarnir á Ilálogalanili* eru, að mér finst, snögt um
forneskjulegri í íslenzkn þýðingunni, sem er óvenjulega gúð, held-
ur en á norskunni hjá Ibsen.