Andvari - 01.01.1898, Side 29
Kvæði Grims eru í heild sinni einsteypt; efnið
er sjaldan brennt, en sorinn optast vel soðinn úr þvi,
og er málmurinn 1 þeim hreinn og hljóðgóður; veil-
urnar eru flestar eltar úr og sniíðið traust og svíkur
ekki, en ekki er alstaðar sorfið yfir öll hamarsförin.
Prýði ríms, höfuðstafa og stuðla er ekki gætt að
sama skapi sem arts og fegurðar í máli, jafnvel ekki
alténd, þar sem hverjum óvöldum og ómerkum hag-
yrðingi gæti ekki fatazt. Er þetta alveg einkenni-
legt fyrir Grím, og því hafa sumir kallað, að honum
væri ekki sýnt um form kveðskapar. Það er að vísu
satt, að »fyrstu stafrofsreglur« í islenzkum kveðskap
eru þær, að gætt sé ríms, stuðla og höfuðstafa, en
þar með er »f'ormsins lögum« ekki naerri fullnægt.
Vaeri það svo, þá væru líka rímurnar með öllum
sínum hortittum og smekkleysum eitt af þvi full-
komnasta að formi, sem til er. Nei, það er eitt af
aðalatriðum formsins að fella saman sem haglegast
orð og hugsanir, og í því geta fáir boðið Grími út.
Pví er það næst sanni, sem sagt hefir verið, að Grím-
ur sé »meiri t'ormsnillingur í réttum skilningi þessa
orðs en nokkur lifandi Islendingur.«1 »Maður venst
þessum stuðlum, eins og maður venst stórskornu and-
kti, sem mikið býr í — þó það sé ekki smáf'rítt.«l
1) Einar Benediktsson i Þjóðólfi, XLVII nr. ,‘S0.— ÞaÖ er
ekki ómerkilegt atriÖi, þegar um kvœði (Irims er aö ræða, aö liann
lafir sjálfur fundið til þess í öndverÖu, aö hagmælskulirestur stæöi
®er fyrir kveðskap, eða réttara sagt, aö erfiðleikar væri á aö
k°ma samau vandlæti hans um það aö vera gagnorður og orðfár
V>Ö óþvingað rlm og ytri búning. Hefir hann 184-1 ritaö Dr. Hall-
S>‘nni Scheving, sem þá þótfi einna vandlátastur islenzkur smekk-
»iaö>ir og beöiö liann að segja sér sinn dóm um þau kvæöi, er
Þrinmr haföi þá látið prerita, en jafnframt getið þess, að hann
væri lengi að yrkja. Svarar Scheving því 4. april 1845, að hann
e>öi ekki séð nafn hans standa undir öÖrum kvæðum en »01und«,