Andvari - 01.01.1898, Page 33
27
hann heyrt snjallast talað á þjóðhátíðinni 1874, er
Oríraur mælti þá fyrir minni konungs af hendi lands-
manna á Þingvöllum. Viljamikill var hann og lagð-
ist þar víst allur á, sem hann vildi einhverju fram
koma, og manna var hann einarðastur, og orðfall
mun honum sjaldan hafa orðið, og fátt mun hann
hafa látið sér miklast, og »ekki fann hann skyldu
sína að heiðra allt saraa og aðrir.« Bersögli hans
upp í opið geðið á mönnum hefir lengi verið við
brugðið; en ekki hafa þeir kannazt við það, er
þekktu hann og réttorðir voru (Konráð Gíslason), að
hann væri undirhvggjumaður, þótt sumir hafi svo
ætlað. En hitt er satt, að maðurinn var vitur og
hygginn, þrátt fyrir það, þótt hann væri einarður og
örorður, og lét, ef til vill, ekki alveg lesa sig ofan
i kjölinn, en hann var ekki einn af þeim, sem eru
að sýnast vitrir með því að segja ekkert. Dómum
um aðra skeytti hann jafniítið og dómum um sjálfan
sig, og orðvaran mátti hann kalla um afheyrandi
rnenn. Þótti honum meira gaman að segja þeim
sannleikann sjálfum. Það getur verið, að hann hafi
átt fáa vini og gert fáa að vinum sínutn — sá er ó-
háðastur, sem fæsta á vinina, ef hanrt hefir bolmagn
tii þess að vera án þeirra, og dælsk verða ofkynn-
in : nimia familiaritaa conternptum parit —, en þeim,
sem voru vinir ltuns var hann tryggur, og mun svo
fiestum t'arið, sem eru langræknir óvinir, að þeir eru
líka tryggir vinir; veit eg það víst, aö hann var
minnugri þess, er honum var til þtegðar gert en
flestir, sem eg hefi þekkt. En það segja menn að
hafi getað komið fyrir, að vinir hans tirrtust við hann
um stund fyrir bersöglisglettingar h;ins, Hver höfð-
ingi hann var heirn að sækja og hve hann lék á alls
oddi við þá, er hann vildi vel taka, það votta jafnt