Andvari - 01.01.1898, Page 42
36
sannfæni ráðgjafastjórnina í Danmörku um réttmæti
sjálfstjórnarkrafa vorra, enn þann dag í dag er hún
ekki sannfærð og telur sumar kröfur vorar landráð-
um næst við Danmörku. Þegar svona er ástatt, er
ekki að undra, þótt sjálfstjórnarmálið sé ekki jafnan
sótt með satna fjöri og áhuga, og menn iinist í sókn-
inni, þegar enginn árangur sést af margra ára bar-
áttu. En sérhver apturkippur eða ólag, sem málið
kemst í hjá þjóðinni, gefur stjórninni álitlega átyllu til
að sitja sem fastast við synjunarkeipinn, með þvi að
málið sé ekkisótt með neinni alvöru eðastaðfestu— og
gjörráð og ábyrgðarlaus stjórn á líka hjá hverri j)jóð
fleiri eða færri sporgöngumenn, sem annaðhvort af ótta
við hana eða ávinningsvon ekki sjást fyrir að hlaupa
erindi hennar, þótt til stórtjóns sé fyrir land og
lýð.
En þar sem við svona ramman reip er að draga,
ríður ekki iitið á, að missa livorki móðinn, þótt ó-
vænlega horfist á um stundarsakir, né láta blindan
ákafa og oftraust eða ástæðulausa tortryggni leiða
sig í gönur, svo að menn telji það sigurvænlegt, er
reynslan hefir sýnt að ekki leiðir til neins nema
sömu ósigranna, eða telji jjað ófæru eina, sem engin
líkindi eru til að ófært sé. í sjálfstjórnarmálinu rið-
ur oss því á þvi, að grípa hvert tækifæri, sem býðst
til þess að komast eitthvað áleiðis, og láta því hvorki
kappgirni, hégómadýrð eða aðrar slikar auðvirðileg-
ar hvatir spila nokkru því færi úr höndum oss, er
vér fáum, til að nálgast takmarkið í stjórnarbaráttu
vorri. Róm var ekki byggð á einum degi, og vér
höfum í 50 ár barizt fyrir landsréttindum vorum, og
lifum þó enn undir erlendri og ábyrgðarlausri stjórn.
Vér megum því ekki setja það fyrir oss, þótt ekki
fáist allt í einu, heldur gripa tveim höndum hverja