Andvari - 01.01.1898, Side 43
37
þá endurbót á stjórnarskipuninni, sem fengizt getur,
að óslepptum sjálfstjórnarkröfum voruni. A þennan
hátt getur þaö fótmál áleiðis á sjálfstjórnarbrautinni,
er lítið virðist í fyrstu, skotið oss mikið áleiðis með
tímanum. Þetta ber oss því fremur að hafa hugfast,
sem vér eigum allt undir náð og miskunn ábyrgðar-
lausrar stjórnar.
II.
Þingmálafundirnir 1897.
Á alþingi 1895 kom það berlega i ljós, að for-
mælendur hinnar endurskoðuðu stjórnarskrár höfðu
fækkað drjúgum síðan 1894, að hún var afgreidd frá
þinginu. Á þessu þingi urðu þeir þingmenn í minni
hiuta í báðum deildum, er afgreiða vildu málið frá
þinginu í frumvarpsformi. Eins og kunnugt er orðið,
aftrreiddi því það þing stjórnarskrárinálið í þingsá-
lyktunarformi, þar sem tekin voru upp öll sjálfstjórn-
aratriði fyrri þinga. Þessi aðferð þingsins var að
vísu af sumum nefnd sama sem uppgjöf á landsrétt-
indum Islands, og spunnust um hana allharðar um-
leeður, bæði á þinginu og í blöðunum.
Það, sem einkum þótti mæla í móti því, að
þingið 1895 samþykkti af nýju hina endurskoðuðu
stjórnarskrá, var sú áreiðanlega vissa, að slík aðferð
yrði að eins til að baka landinu árangurslaust auka-
þing að því, er þetta mál sneiti, því að stjórnin
niyndi enn sem fyrri sitja íöst við sinn keip. —
Meðferð þingsins 1895 á sjálfstjórnarmálinu var því
ekki sprottin af neinum veðrabrigðum hjá þinginu,
eins og lika þingsályktunin ber með sér, heldur vildi
nieiri hlutinn velja þá aðferðina, sem kostnaðarminni
Var fyrir þjóðina, en allt hið sama gat þó fengizt