Andvari - 01.01.1898, Síða 48
42
Hingað til hefir sú aðferð verið viðhöfð í stjórn-
arskrármálinu, að þingið heíir haldið fram fullkom-
inni endurskoðun á stjórnarskránni. Islendingar hafa
viljað fá allar sjálfstjórnarkröfur sínar í einu upp-
fylltar. Þetta væri líka hið æskilegasta. En þótt
vér nú i samfieytt 12 ár höfúm heimtað allt, höfum
vér enn eklcert fengið. Þetta hlýtur að leiða hvern
gætinn mann, er íhugar málið með stillingu og lætur
ekki blekkjast af neinum hleypidómum, til umhugsf
unar um það, hvort ekki sé reynandi önnur aðferð
í þessu máli, hvort ekki mundi geta fengizt nolckuð,
þótt ekki fengist alH í einu. Þessi hugsun kemur
ljóslega fram i mörgum eða flestum þingmálafund-
argerðunum síðastliðið vor. Fundirnir sneiða all-
flestir í ályktunum sínum hjá hinni endurskoðuðu
stjórnarskrá, en leggja aptur aðaláherzluna á það,
að þingið samþykki þær breytingar á stjórnarskráuni,
er séu til verulegra bóta og vænta megi að fái sam-
þykki stjórnarinnar, og að engu sé sleppt af' hinum
fyrri kröfum. Að því er vér vitum bezt, munu Ey-
firðingar vera þeir einu, sem halda vildu fram ó-
breyttri hinni endurskoðuðu stjórnarskrá. Þetta er
alveg riý aðferð, og eptir því sem á.stóð, teljum vér
hana mjög hyggilega. Hingað til höfum vér reynt
að komast að sjálfstjórnartakmarkinu með einu
stökki, en stjórnin hefir lirundið oss aptur á bak,
svo vér, þrátt fyrir alla erfiðismuni vora, höfum sí-
fellt hjakkað í sarna farið, ekkert komizt áleiðis. —
Þess vegna er það alleðlilegt, þótt breytt sé um að-
f'erð, og reynt að komast það hægt og sígandi, sem
reynzt hefir ómögulegt að komast með einu stökki.
Þeirn mönnum verður því ekki til lengdar legið á
hálsi og gerðir tortryggilegir í augunr þjóðarinnar
sem liðhlaupar og enda landr áðainenn, sern telja það