Andvari - 01.01.1898, Síða 51
45
þessum tillögum sínum, sömu röksemdirnar, sem ís-
lendinííar hafa jafnan fært fyrir þessum sjálfstjórn-
aratriðum, og vér hyggjum landshöfðingja munu
hafa þar rétt að mæla, að fengjust þessar breyting-
ar á stjórnarskipun Islands, þá myndi stjórnarskrár-
deilunni lokið að minnsta kosti fyrst um sinn.
Stjórnin hafði sarnt ekki látið sannfærast af rök-
semdum landshöfðingja, kveður hún tillögur þessar
byggðar á misskilningi á stjórnlögum Islands; eru
það sömu margreknu kreddurnar, sem hún svo opt
hefir borið fram gegn sjálfstjórnarkröfum Islend-
higa.
Þingmenn höfðu naumast áttað sig á þessuin
skjölum og skilríkjum, þegar þingmaður Vestmann-
eyinga, Dr. Valtýr Guðmundsson, flutti inn á þingið
í neðri deild svolátandi :
FRUMYAEP TIL STJÓRNARSKIPUNARLAGA
"ni breytingar á stjórnarskrá um hin sérstaklegu málefni Jslands,
5. janúar 1874.
I stjórnarskrá um hin sérstaklegn málefni Islands, 5 janúar
1874, hreytist 3, 25., 34. og Gl. gr. ásamt 2. ákvörðun urn stund-
arsakir sem hér segir:
1. gr.
3. grein orðist svo :
I þeim málefnum, sem getið er i fyrra lið 1. greinar, ber
raðgjafinn áhyrgð á stjórnaratliöfninni. Alþingi kemur fyrir sitt
Jeyti ábyrgð fram á Jiendur ráðgjafanum eptir þeim reglum, sem
ttakvæmar verður skipað fyrir um með lögum.
2. gr.
1. liður 25. greinar orðist svo:
Fyrir hvert reglulegt alþingi, undir eins og það er saman
komið, skal leggja frumvarp til fjárlaga fyrir ísland fyrir tveggja
ara fjárhagstimabilið, sem i hönd fer. M.eð tekjunum skal telja
bæði hið fasta tillag og aukatillngið, sem samkvæmt lögum um
^ina stjórnarlegu stöðn fslands í rikinu, 2. janúar 1871, 5. gr,
l