Andvari - 01.01.1898, Page 61
niætti vissulega telja þessi tilboð hennar stórtiðindi
í stjórnarskrármálssögu vorri. Hún hafði síðan 1885
stöðugt klifað á því, að með stjórnarskránni 5. jan.
1874 væri stjórnarskipunarmál Islands að fullu og
öllu til lyl'ta leitt, og því væri ekki til neins fyrir
Islendinga að fara fram á nokkrar breytingar á henni.
Nú býðst hún að fyrra bragði til þess að samþykkja
mikilvægar breytingar, ef alþingi fyrir sitt leyti vilji
aðhyllast þær. Ilér er því stjórnin komin á þann
rekspöl, að láta að áskorun Islendinga i þessu máli,
þótt hún fari nokkuð skammt í fyrstu; hér er þó
svo langt farið, að fyrirsögn hefði þótt nokkrum dög-
um áður en þessi tilboð birtust. Þetta má vissulega
þó óbeinlínis þakka baráttu Islendinga að undan-
förnu, og að því leyti sem þessi tilboð eru að þakka
fortölum þingmanns Vestmanneyinga við stjórnina,
þá á hann miklu fremur iof en last skilið fyrir
það.
Þar sem nú þessi sveigja var komin á stjórn-
hia, mátti vonast eptir, að lengra mætti komast á-
leiðis með hana, er fram liðu stundir, ef nú væri
tekið liðlega i samkomulagstilraunir hennar. Hér
reið þvi á fyrir þingið að beita bæði lagi og still-
higu, án þess þó að gefa neitt eptir af sjálfstjórnar-
kröfum sinuin.
Þótt þessi tilboð væri allfjarri því, að fullnægja
öllum kröfum íslendinga i þessu máli, þá höfðu þau
þó í sér fólgnar töluverðar umbætur á hinu núver-
undi stjórnarfyrirkomulagi. Yrðu þau lögleidd, var
þar tneð lenginn traustari grundvöllur fyrir þjóðina
hl að standa á framvegis í sjálfstjórnarframsókninni.
Mestu meinm í hinni núverandi stjórnarskipun hafa
verið talin ábyrgðarleysi stjórnarinnar, ókunnugleiki
hennar d höguin vorum og samvinnuleysi liennar við