Andvari - 01.01.1898, Blaðsíða 63
57
arstörfum, að hann hlýtur að hafa raálefni íslands í
hjáverkum; þeira bauðst ráðherra, er skildi og tal-
aði islenzka tungu og þvi næstum að sjálfsögðu Is-
lendingur, í stað ráðherra, sern er útlendingtrr og
ekkert skilur í tungu vorri; þeim bauðst ráðherra,
sem mætti á alþingi og hefði þannig tækifæri á að
kynnast ekki einungis skoðunum þingsins, heldur og
lifnaðarháttum og hugsunarhætti þjóðarinnar, í stað
ráðherra, er aldrei getur mætt á þingi né átt færi
á að afla sér þekkingar á íslandi og högum þess. I
stuttu máli, íslendingum buðust bætur á öllum mestu
loeinunurn i stjórnarskipun þeirri, sem nú er.
Það er lítill vandi að snúa upp á sig og telja
þessar umbætur einskis virði eða verra en ekkert,
án þess að rökstyðja það með öðru en hreinum og
beinum þvættingi, þótt kryddaður sé ósæmilegum
aðdróttunum og illmælum til einstakra manna og
stjórnarinnar sjálfrar. Auk þess sem slík aðferð er
öllum siðuðum mönnum ósamboðin, þá er hún allt
annað en hvggileg fyrir þjóð, sem á jaf'nlítið undir
sér og Islendingar gagnvart stjórninni. Islendingar
eru svo lengi búnir að reyna það, að stjórnin hefir
það að litlu, þótt þeir sendi henni pappírsblöð, hvort
setn þau nefnast endurskoðuð stjórnarskrá, áskórun
um stjórnarbót eða ávarp til konungs. Stjórnin þarf
vissulega ekki að vera ósköp smeyk, hversu hart og
titt sem vér reiðum til hennar með þessum vopnum;
þau bfta litt á ábyrgðarleysisbrynju hennar; en þegar
þessi vopn ekki duga, stöndum vér máttvana og ráð-
þrota, og verðum að taka því með þolinmæði, þótt
bin ábyrgðarlausa stjórn gefi oss steina í stað brauðs
‘ þessu máli. Það kemur því vissulega harðast nið-
Ur á sjálfum oss, ef vér ófyrirsynju höfnum nokkr-
Urn þeim umbótum á stjórnarskipuninni, sem fengizt