Andvari - 01.01.1898, Page 64
58
geta. Með þvi að fella frumvarp efri deildar, hafn-
aði neðri deild alþingis í sumar öllum þeim endur-
bótum A stjórnarskipuninni, sem taldar eru hér að
framan. Oss kemur ekki til hugar að eigna hinum
háttvirtu samþingiSmönnum vorum, er urðu til að
fella þetta mál, neinar ósæmilegar hvatir; þeir hafa
auðvitað gjört það samkvæmt sannfæring sinni; en
vér teljttm þetta samt illa farið. Sakir þessarar
meðferðar alþingis á stjórnarskrármálinu geta Is-
lendingar búizt við að verða enn utn óákveðinn tíma
að búa við það ástand, sem þeir hingað til hafa talið
lítt þolandi, og sem sjálfur fulltrúi stjórnarinnar hefir
kannazt við og tjáð stjórninni, að staiði Islendingum
fyrir sönnum þjóðþrifum (sbr. áðurnefnt landshöfð-
ingjabréf, Stjórnartíð. 1897, B, bls 125). Það má
ætla, tið þær ástæður, sem knúðtt þessa 13 þingmenn
neðri deildar til þess að ónýta samkomulagstilraunir
stjórnarinnar og þirigsirts, séu greinilega teknar
fram í Alþingistíðindunum. Það er þvi auðvelt, að
rannsaka nákvæmlega þessar ástæður, og áríðandi
er það til þess, að geta séð, hvort þessi afdrif tnáls
ins muni vera þjóðinni fyrir beztu.
V.
Ríkisráðsfleygurinn.
Að því leyti sem frumvarp efri deildar var
samhljóða frumvarpi neðri deildar, gat ekki verið að
tala um neinn ágreining milli deildanna í þessu rnáli.
Nú hafði efri deild, eins og kunnugt er, f'allizt á all-
ar þær aðalbreytingar, sem neðri deild hafði gjört á
stjórnarskránni og stjórnin tjáði sig fúsa til :rð
ganga að. Hér var þvi samkonutlag fengið á þing-
inu um aðalatriði málsins, sem sé um skipun hins