Andvari - 01.01.1898, Page 70
réttar sins fyrir dómstólunum ; því síður ætti heilli
þjóð að vaxa það í augum. Reki því ekkert eða
gangi með stjórnarbótamálið hér eptir fremur en
hingað til, teljum vér þessa málsókn af hálfu al-
þingis sjálfsagða.
Hið eina, sem réttlætt hefði getað þá aðferð að
setja þessa lögskýring inn í frumvarpið, var það,
að enginn vegur væri annar til að fá þessari
stjórnarvenju hætt, og að stjórnin rnyndi þegar, er
hún sæi þessa lögskýring hinnar háttvirtu neðri
deildar, láta af löngu uppteknum hætti að bera sér-
mál Islands upp í ríkisráðinu, eptir að hafa útvegað
staðfesting hans hátignar á frumvarpinu. Ef meiri
hluti stjórnarskrárnefndarinnar hefði getað fært slik-
ar röksemdir f'yrir nauðsyn ríkisráðsfleygsins, þá var
ekkert sjálfsagðara en að samþykkja hann, og þá
hefði efri deild breytt siður en ekki hyggilega í þvi
að fella hann úr frumvarpinu, En hér var um ekk-
ert slíkt að ræða.
Af öllum þeirn kreddum, sem stjórnin í Dan-
mörku hefir búið sér til í stjórnarskipunarmáli Is-
lands, er ríkisráðskreddan sú, sem hún hefir haldið
fastast við og bvggt mest á. Þessi kredda er aðal-
mergurinn í öllum synjunarástæðum stjórnarihnar
gegn hinni endurskoðuðu stjórnarskrá (sbr. konungh
augl. 2. nóv. 1885 og 15. desbr. 1893, og ráðherra-
bréf 29. maí f. á.). Það var því litill vafi á því, að
þessi lögskýring myndi fá sömu útreið hjá stjórninni;
en þar sem hún var ofin inn í frumvarpið, þá hlaut
hún einnig að verða öllu stjórnarskrármálinu að falh
hjá stjórninni. Þessu lýsti og fulltrúi stjórnarinnar
yfir á þinginu fyrir hönd stjórnarinnar, og má telja
víst, að þar til hafi hann haft fullt umboð hennar.
A þetta leit minni hluti sjórnarskrárnefndanna í neðri