Andvari - 01.01.1898, Síða 72
66
ræðunum og síðara nefndaráliti meiri hluta stjórnar-
skrárnefndarinnar í neðri deíld, að sumum meðal
þingmanna hafi þótt sárlítið koma til þeirrar stjórn-
arbótar, er í boði var í sumar. Að því leyti, sem
þetta kann að hafa verið skoðun meiri hluta nefnd-
arinnar, eða sumra í honum, þá lá vissulega næst,
að hafna þegar 1 stað þessu lítilræði og eyða hvorki
tíma né fé landsins til að þjarka um það aptur og
fram. Það var að minnsta kosti rniklu hreinskilnis-
iegra en að látast í fyrstu vilja sinna þessum til-
boðum, og gjöra þó sitt ýtrasta til að enginn árangur
gæti orðið af þeim. Þar sem þingið að þessu sinni
þóttist i samkomulagsskyni við stjórnina vilja láta
hinar fyllstu sjálfstjórnarkröfur liggja í þagnargildi,
og fá þannig framgengt nokkrum mikilsverðum um-
bótum, þá var ekkert fráleitara en það, að setja
upp að nauðsynjalausu þau skilyrði, sem hlutu að
gjöra samkomulagið við stjórnina eins ómögulegt,
eins og það hafði áður reynzt um hinar fyllstu kröf-
ur vorar. Það var að hefja nýja baráttu við stjórn-
ina í þessu máli, eins vonlitla um sigur og að und-
anförnu, en um miklu óverulegri atriði; þá var nokk-
uð mannalegra og hreinskilnislegra, að láta enn
sverfa til stáls með allar hinar fyllstu sjálfstjórnar-
kröfur vorar.
Sé íslendingum það nokkur alvara, að fá sem
bráðastar bætur á stjórnarhögum sínum, þá var að-
ferð þingsins í sumar allt annað en hyggileg. En
hún var ágætlega löguð til þess, að geta sem lengst
haft stjórnbótamálið á prjónunum og ala með því ó-
vild til stjórnarinnar og óánægju með fiestar gjörðir
hennar, en illdeilur og ósamlyndi meðal vor inn-
byrðis. Þetta er því sorglegra, sem vér á þann
hátt þokumst aptur á bak, en ekki áfrara, að því