Andvari - 01.01.1898, Page 98
félögum Dana sem fyrirmynd. Hugsunin var sú •
frumvarpi þessu, að eigendur fasteignanna skyldu
sjálfir stofna félag innbyrðis, og þegar svo margir
væru komnir í fólagið, að lánsupphæð sú, sem þeir
allir til samans óskuðu eptir, næmi 300,000 kr. setl-
aði landssjóður að vera með og taka 200,000 kr. lán,
og þá gat félagið byrjað að starfa. Hlunnindi þai>,
sem félagi þessu átti að veita, voru:
1. Félagið mátti taka hærri vexti en 4°/o af útláfl'
unum.
2. Landsjóður ábyrgðist 4°/o vexti af vaxtabréfuú5
félagsins.
3. Félagið átti að fá í fyrstu 5000 kr. styrk af land-
sjóði, svo og árlegan stvrk 2000 kr. nokkur
fyrstu árin, meðan því var að vaxa fiskur utú
hrygg.
4. Landsjóður var sjálfur lántakandi að 200,000 kr-,
með veði i umboðsjörðunum, og galt því ttf
kostnaðar félagsins á þann hátt tiltölulega vi*
aðra lántakendur.
5. Veðbókarvottorð, er félagsstjórnin bað um, til af'
nota fyrir félagið, áttu að veitast ókeypis.
6. Vaxtamíðar (kupons) vaxtabréfa félagsins átt11
að vera gjaldgengir í skatta og önnur gjöld
landsjóðsins.
7. Ef selja þurfi veð sakir vanskila, irfátti gjöra Þ;l^
án undanfarandi sáttar, lögsóknar eða dóms’
þegar félagsraenn skrifuðu undir þess kon^r
ákvæði í skuldabréfunum.
Félagið átti svo að fá leyfi til að gefa út vaxt>v
bréf með viðfestum vaxtamiðum fyrir allri þeirrJ
upphæð, sem það hafði í útlánum ; þó skyldi ÞetíS