Andvari - 01.01.1898, Page 100
94
Að stjórnarfyrirkomulag þess væri óhentugt
eins og hér stendur á ; og
Að vaxtabréf félagsins mundu ekki hafa næg-
an markað og stofnunin því lenda í peningaþröng.
Ottuðust menn þvi, að vaxtabréfin mundu falla í
verði til tjóns fyrir lánsstofnunina.
Það, sem þó einkum varð frumvarpi þessu að
fjörlesti var það, að menn óskuðu fremur eptir að
fá upp seðlabanka í landinu; álitu það gróðavæn-
legra fyrirtæki og ef til vill yrði, ef hann væri stofn-
aður, lánsfélag óþarft. I öllu falli a^tti fyrst að
stofna seðlabanka.
Vér höfum nú fengið seðlabanka i landinu, en
eptir 11 ára reynslu hans vantar mikið á, að haun
hafi nægilegt fjármagn til að vinna til fullra nota,
bæði sem víxilbanki (discontobank) og sem lána-
banki (hypotekbank), eins og jeg hef stuttlega bent
á að framan. Það er því hin sama nauðsyn nú,
eins og var 1881, að útvega fasteignamönnum lands-
ins lánsstofnun, þar sem þeir geti fengið lán út á
fasteignir sínar með hæfilegum vöxtum og hæfilega
iöngum afborgunartíma.
Það má telja það víst, að það muni verða eitt
af hlutverkum næsta alþingis (1899) að raíða og A-
lvkta um fyrirkomulag slíkrar lánsstofnunar ; og með
því að hér er um það mál að ræða, sem mikla þýð-
ing hefur og nauðsynlegt er að vanda sem bezb
væri æskilegt, að tnenn gjörðu sér grein fyrir því,
áður en á þing er komið, hvernig stofnuninni ytði
komið fyrir á hentugastan og tryggastan hátt, svo
að hún geti fullnægt þeim kröfum, sem af henni
verður að heimta — en þær kröfur eru helztar:
Að hafa nægilegt fé ;