Andvari - 01.01.1898, Síða 102
96
ur vaxtabréfanna hlýtur landsbankinn í báðum til-
íellum að verða. Það liggur í augum uppi, að því
ódýrari sem stjórn slíkrar lánsstofnunar er og alt
fyrirkomulag hennar, því betri kjör getur hún gefið
lántakendum.
Aðaltekjur lánsdeildarinnar verða mismun
urinn á útlánsvöxtum og vaxtabréfavöxtunum.
Þessi mismunur má ekki vera meiri en >/2 °/o, til þess
að geta veitt lántakendum sem vægust kjör. Vexti
af vaxtabréfum verður nú að setja svo hátt, að þau
verði útgengileg, að menn vilji verja innstæðufé
sjóða til þeirra, og að einstakir menn, er fé hafa
aflögu, vilji heldur eiga þau en önnur verðbréf eða
heldur en hafa það fé sitt í sparisjóðum. Aftur á móti
má ekki setja vextí vaxtabréfanna mjög liátt; þvi
hærri sem þeir eru, þvi hærri verða útlánsvextir
deildarinnar að vera, sem er sama sem : því lakari
verða kjör lántakenda. Nú gefa sparisjóðir vexti af
innlögum frá 3°/o til 4°/o; vextir af konunglegum
rikisskuldabréfum, innritunarskirteinum og öðrum
útlendum vaxtabréfum, er landsmenn eiga, eru 31/2
til 4°/o. Af þessu virðist auðsætt, að til þess að vera
nokkurn veginn viss uin, að geta náð sem mestu af því
fé, sem nú.er i útlendum vaxtabréfum, má eigi gefa
lægri vexti af hinum innlendu vaxtabréfum en 4°/o.
Að sönnu er kunnugt, að Danir eru nú á síðari árum
að íhuga það, hvort gjörlegt muni vera fvrir sig, að
lækka vexti allra konunglegra rikisskuldabréfa nið-
ur i 3°/o, en mjög er vanséð, að þeir muni fram-
kvæma það, að minsta kosti á næstu árum. Þeim
vaxtabréfum, er lága vexti gefa, er hætt við að
falla í verði; en það er satna sem, að vextirnir
hækka. Ef 100 kr. vaxtabréf, sem gefur 3’/2 °/o, er