Andvari - 01.01.1898, Síða 112
106
axbrandur hvergi annarsstaðar í fjöllunum hér í
nánd, það eg veit. Fjöllin við Fnjóskadalinn eru öll
úr blágrýti ; hvorki sést þar líparit né móberg, nema
hvað dálitlir lipaiutmolar finnast í árburði Fnjóskár,
en þeir eru líklega langt komnir að. Við fórum síð-
an yfir Fnjóská á ferju, þvi hún var í miklum vexti,
og vorum um nóttina á bórðarstöðum.
Fnjóskadalur er hér um bil 5 m1lur á lengd,
aðaldalurinn nær trá Reykjum og Sörlastöðum út að
<3arði og Þverá ; þar brýzt Fnjóská vestur úr fjöll-
unum og rennur út í Eyjafjörð milli Ness og Lauf-
áss, og er yzti hluti dalsins, sem gegn um fjöllin
gengur, kallaður Dalsmynni. Flateyjardalur er þó
eiginlega áframhald Fnjóskadals norður til sævar;
það er sama lægðin, þó mishæðir deili vötnuni.
Suður úr Fnjóskadal ganga 3 dalir, er Bleiksmýrar-
dalur vestastur og langlengstur; hann kvað ganga
nærri eins langt suður eins og Eyjafjarðardalur og
kvað vera nærri dagleið fram i instu drög hans frá
Reykjum ; hestahagar ná ekki nema upp á miðjan
Bleiksmýrardal, en hið efra er dalurinn tnjög grýtt-
ur. Sagt er, að vegur hafi fyrrum verið úr Lamb-
árdal, sem gengur út úr Bieiksmýrardal, yfir í Sölva-
dal. Frá Fnjóskadal er líka vegur fyrir frarnan
Bildsárskarð yfir í Garðsárdal. Eystri dalirnir, sem
upp af Fnjóskadal ganga, Hjaltadalur og Titnbur-
vaJhadalur, eru helmingi styttri ; úr Timburvalladal
hefur stundum verið farið yfir að Mýri í Bárðardal;
þar fór síra Tómas Sæmundsson, er hann fór suður
Sprengisand. Aðaluppspretta Fnjóskár kemur úr
Bleiksmýrardal; áin er vatnsmikil, þó er engin lí'X'
veiði í henni og ekki silungsveiði uema neðst, upp
að Skarði í Dalsmynni, næsta bæ fyrir neðan Þverá.
I Fnjóskadal er ákafiega tnikið af fornu lausagrjóti,