Andvari - 01.01.1898, Blaðsíða 118
112
Þverár og Skarðs, er allmikið skógarkjarr smávaxið,
það vex þar í miklum bratta alt upp undir kletta;
■sunnan ár er skógur þvi nær gjöreyddur og er þar
alt skriðuhlaupið. Fyrir vestan Skarð er stórt og
klungrótt gil, sem Skarðsá rennur eftir ; nokkru neð-
ar eru hávaðar nokkrir í Fnjóská eða smáfossar,
en siðan er áin lygn, er hún kemur út úr skarðinu;
uppi í dal er Fnjóská jafnhallandi, en æði-ströng.
Fyrir vestan dalsmynnið og norðan við mynni
Fnjóskár er undirlendi nokkuð grasi vaxið með tjörn-
um og blágrýtishöfði fyrir utan ; héraðið tekur nafn
af höfðanum og er kallað Höfðahverfi. í sveit þess-
ari eru mjög vel húsaðir bæir og snyrtilega um geng-
ið, enda hafa hér verið og eru enn dugnaðarmenn
og framfaramenn. Sjósókn var hér fyrrum allmikil,
einkum fyrir hákarl, en hákarlsúthald er nú að líða
undir lok, af því lýsið er í svo lágu verði. Há-
karlaskip tóru stundum langt norðuríhaf; eg talaði
við karl á Grýtubakka, sem fyrir 30 árum hafði á
hákarlaskútu farið til Jan Mavn ; formaðurinn, Jón
Loftsson, ætlaði að reyna að finna þar ný hákarla-
mið, en þar fengu þeir ekkert neina blágot, ónýt til
alls.
IJinn 25. júní fór eg frá Grýtubakka Leirdals-
heiði út í Fjörðu. Leirdalsheiði er svipuð Flateyjar-
dalsheiði, langur dalur milli snjóugra fjalla. Fjöllin
eru á báða vegu hnúkótt mjög með ótal skörðum og
kvosum ; blágrýti er í þeirn víðast hvar, en þar er
þó líka töluvert af líparíti ; afdalur sunnarlega í
miðri heiði heitir Leirdalur, í mynni hans að norðan-
verðu er Gildihnúkur, í honum og fieiri Leirdálsfjöll-
um, bæði að sunnan og norðan, er líparít, og eins í
fjallinu vestan heiðar á löngu svæði; fjöll þessi eru
rauðbleik og nokkuð sundursoðin af hveragufum. A