Andvari - 01.01.1898, Page 124
118
sumstaðar vottar fyrir skógí. Innan um bláberja-
lyng og beitilyng fann eg við Látra mjög sjaldgæfa
plöntu, phyllodoce coerulea ; hún er fögur með rauðu
blómi. Alla leiðina undir Höfðahverfi er landslag
svipað, undirlendi ekkert, hlíðar brattar, en grösugar,
og gilgrafningar víða í sjó fram. Bæir eru 1 röð
fram með ströndinni, snotrir og vel húsaðir, og víða
tiniburhús. Hrólfssker er i Eyjafirði inn af Látrmn,
en svo kernur Iirisey; þar eru háir leirbakkar norð-
austan á eynni ofan á blágrýtinu; eins og nafnið
bendir á mun eyjan fyrrum hafa verið skógi vaxin,
og víða kvað þar sjást gamlar kolagrafir. Síðan fór
eg sem leið liggur vfir Ilöfðahverfi og Svalbarðs-
strönd og á Akureyri; á Svalbarðsströnd er landslag
svipað eins og ytra, undirlendi því nær ekkert, en
hamrar minni; bæirnir standa utan í vesturhallan-
um á Vaðlaheiði. Leirbakkar og malarholt eru víða
íram með sjónum ; fyrir innan Laufás vex þyrnir,
og víða ern hér stórar heiðbláar skellur af þrilitri
fjólu, og fjölgar þeim enn meir, þegar dregur inn
fyrir fjarðarbotninn. I kirkjugarðinum í Laufási ern
tvö há reynitré og víðar eru þau við bæi í Eyjn-
íirði.
Hinn 3. júlí lagði eg aptur á stað frá Akureyri
og var nú ferðinni heitið norður í Svarfaðardal og
slðan kringuin fjallabálk þann allan, er skilur Eyja'
fjörð og Skagafjörð. Fór eg fyrst út Hörgárdal nð
Möðruvöllum, og svo út með Eyjafirði; síðan eg fðr
alfarinn úr Hörgárdal 1884 var mikil breyting orðin
á í mörgu og flest til hins betra; var þar alstaðnt
auðsén mikil framför í húsabyggingum og allri menn-
ingu. Ilörgárdalur er fögur bygð; þar er þéttbýlt
og grösugt, fagurt bæði til fjalls og sjóar. Hvað
jarðmyndun snertir er tilbreyting iítil, blágrýti nl'