Andvari - 01.01.1898, Síða 130
124
hefir grjótrusl úr þessura læk stíflað annan læk, sem
heitir Ljótsárlækur. Eg skoðaði hvilft þessa nokkuð
nákvæmar, af því hún er gott dæmi upp á skriðu-
hviiftir, eins og þær gerast alment í þessum héruð-
um. Jóhann hreppstjóri á Hvarfi og Þorgils i Sökku
fylgdu okkur upp að Nikurtjörn. Af því Grundar-
lækur oft gerir skaða á landssjóðsjörð, þá fór Jó-
hann hreppstjóri með þrjá menn aðra 1888 eftir á-
skorun amtsins og umboðsmanns upp að Nikurtjörn,
til þess að skoða hana; af þvi að skýrslan um ferð
þeirra félaga er góð og greindarlega samin, og lýsir
vel landslagi og öðru, leyfi eg mér að setja hér aðal-
inntak hennar:
»Hinn 3 nóvember fórum við snemma morg-
uns frá bæjum, er næst liggja, því fyr var það ekki
tiltækilegt, þar sem ís leysti aldrei af tjörninni á
þessu sumri nema með löndum fram; voru þær vakir
nú lagðar, svo hægt var að komast út á tjörnina;
til þess höfðum við haft í sumar kunnugra manna
eftirlit, hve nær þess væri kostur; að vorinu var
ekki til þess hugsandi, þar sem alt landið í kring og
tjörnin var hulin þykkum gaddi. Við biðum því
þess, að upp tæki, sem þó að lokunr eftir sumarið
varð alt of litið. Landslag upp með Grundarlækn-
um fyrir ofan brún þá, er næst liggur bænuni
(Hausana), er fíöt og nokkuð breiö graslendisspilda,
samt töluvert afhailandi til austurs; upp frá því
tekur við önnur brún eða alda allmikil; þá fara að
koma hraun og stórgrýtishólar efst í brúninnj ; þeg'
ar upp á kernur, hallar öilu vestur, mvndast þannig
djúp kvos upp undir sjálfau Digrahnúk; í þeirri
kvos liggur Nikurtjörn svo lágt, að ekki sér af yfir-
borði vatnsins til háfjalla í austurátt; svo er brúnin
fyrir neðan bunguvaxin. Við hötðum með okkur