Andvari - 01.01.1898, Page 142
136
og hefir það alt í fyrndinni verið í sjó. Unadaluf
og Deildardalur ganga langt upp í fjöll og sjást
stórar hjarnfannir f botnum þeirra, Hofsá og Graf-
ará renna úr dölum þessum og eru báðar vatnS'
miklar. Við Hofsós og inn eftir eru háir leir-bakk-
ar með sjó og er möl ofan á og ægisandur, en und-
ir leirnum kemur víða blágrýti fram með sjónum-
Hofsós stendur í skoru, þar sem áin fellur niður, og
er þar foss dálítill eða hávaði og lagleg trébrá
yfir, eins eru góðar brýr á Grafará og Kolku, og er
það yfir höfuð mikill sómi fyrir Skagfirðinga, hv&
vel þeir hafa brúað ár hjá sér. A Grafarós er
nú enginn verzlun, en aftur er verzlun á Kolkuós.
I Kolku er vatnsmegin mikið og jökullitur nokkur.
Iijá Mannskaðahól suður af Höfðavatni eru svo köU'
uð »Ræningjadys«. Annálar geta þess, að Islend-
ingar hafi 1434 gjört aðsúg að Englendingum *
Skagafirði fyrir rán þeirra og illvirki, og voru 80
drepnir hjá Mannskaðahól, en sumir fiýðu í flóla-
kirkju, og skaut Jón bisknp Vilhjálmsson, laridi
þeirra, skjólshúsi yfir þá, en fór sjálfur úr landí
litlu seinna. Munnmælasögur segja svo frá, að
ræningjaskip hafi legið undir Höfðanum og rændu
víkingar þessir bæi og gjörðu önnur spellvirkb
bændur söfnuðu þá liði og réðust á ræningjana þeg'
ar þeir voru að baða sig í vatninu, og drápu Þíl
bera og vopnlausa, Við fórum að Viðvfk og þaðau
að Hólum, og þarf hér ekki nánar að lýsa jafnal-
kunnum bygðarlögum eins og þessum. Undirlendi^
fyrir mynni Kolbeinsdais og Hjaltadais er sviplit'0'
ekkert annan en holt og mýrasund og sést
þaðan upp í dalina. Ás mikill og bunguvaxin"
gengur út á milli daianna og er þvergirðing ^