Andvari - 01.01.1898, Page 146
140
að minsta kosti er þess getið í annálum, að eldur
hafi verið uppi í Hofstaðafjalli 1644, öskufall var
nokkuð, en gerði þó engan verulegan skaðaámönn-
um eða skepnum.1 Á Hofsstöðum er torfkirkja, eins
og víðar í Skagafirði, þó kirkjur þessar séu ósjáleg-
ar að utan, þá eru þær þó oft allsnotrar að innan
og miklu fallegri en sumir þeir timburhjallar, sem
menn nú eru að reisa og kalla kirkjur; í mörgum
þeirra er engin prýði af neinu tagi, og alt sem fag-
urt var, einkennilegt og gamalt í gömlu kirkjunum,
hefir verið selt eða eyðilagt. Þó eru sumar nýjat
timburkirkjur mjög snotrar, í Skagafirði t. d. á
Sauðárkrók og Miklabæ. í Hofstaðakirkju er eins
og í mörgum gömlum torfkirkjum útskorin og mál-
uð milligerð milli kórs og kirkju.
Frá Hofstöðum fórum við sem leið liggur upP
Skagafjörð að Silfrastöðum; blágrýtisfjöllin austan
við láglendið eru fremur lág (16—1800 fet) og eru
lögin í þeim víðast lárétt, stundum með örlirlum
halla til norðurs. Utan til eru víða holt fram með
fjöllunum, en þegar dregur inn undir Frostastaði,
verður flatlendið breiðara og tekur langan bug upp
undir Flugumýri; er þar mjög búsældarlegt að lím
yfir hið rennislétta graslendi, með fjölda stórgipa á
beit og fólk við heyskap. Milli Flugmýrar og Akra
hefir Dalsá borið fram mikla malarbreiðu þvert yh'r
graslendið. Skagafjarðarundirlendið nær upp fyrif
Miklabæ og Víðivelii, en úr því ganga ásar begg)11
megin saman; Héraðsvötnin kvíslast, með ótal eyr'
um, um hinn grunna dal, og etu melhjallar af ár'
grjóti núnu beggja megin. Isrákir sjást viða á
1) Annálar (funnlaugs Þorsteinssonar Hdrs. J. S. nr. 137, 4to.