Andvari - 01.01.1898, Side 148
142
sjálf heiðin er ekki annað en þverdalur og há fjöll
alt í kring; er því ekki furða þó þar sé snjóþungt
á vetrum. Oxnadalur er langur, mjór og mjög djúp-
ur, því hrikaleg, snarbrött f'jöll eru beggja megin,
líklega um 3000 feta há eða jafnvel hærri. I efsta
dalbotninum var mikill snjór í löngum hjarnsköflutn
og rennur áin fremur bratt þaðan niður dalinn.
Við gistum á Bakkaseli, sem er efsti bær í Öxnadaþ
727 fet yfir sjó. Það er snolur ba^r og hreinlegur,
þó bygging sé eigi ntikil; þar dóJón Sigurðsson frá
Gautlöndum, og þar gisti landgreifinn af' Hessen og
svaf 1 baðstofu. Undirlendi er mjög lítið ofantil 1
Öxnadal, fjöllin brött, skriðuhlaupin og graslaus, og
varla von að mönnum búnist hér vcl, enda ei’U
kotin flestöll léleg að byggingu, húsin eins og greni,
túnrækt engin og varla að sjáist garðspotti; stöku
bæir eru þó heiðarlegar undantekningar, einkurn
þegar dregur niður eftir dalnum. Við riðum niður
Öxnadal vestan ár og staðnæmdust ekki f'yr en hjá
Hrauni, þar kemur girðing af háum hólum þvert
yfir dalinn og hefir áin skorið sér djúpan farveg
gegnum þá; stórkostlegast er hólahrúgald þetta
vestan megin hjá bænum Hrauni og nær það þar
hátt upp í fjallshlið. Þar fyrir ofan eru tvær mjög
háar fjallseggjar og gengur dalverpi inn á mil'1
þeirra til suðurs, og þaðan hefir framhlaupið komiú,
eystri eggin endar fyrir innan urðarspýjuna, en hm
heldur lengra áfram til norðurs og er hún örþunn.
en mjög há og hrikaleg; af verkun vatns og lofts
hefir egg þessi ummyndast og orðið eins og ógu1'-
legur tanngarður, og er hver strýta eða tönn ör-
þunn og hvöss, en þó mörg hundruð fet á hæð; li'c'
ist fjallgarður þessi dálítið Dröngum á Hornströnd-
um. Fyrir neðan drangana er geysihár klettavegg'