Andvari - 01.01.1898, Page 160
rauðbreiskingur ; þar er líka mikið af mosaskóf'um,
kræðu og fjallagrösum. Reyðarvatn er einna stærst
af vötnunum og Reýðarfell vestur af þvi. A þessii
svæði eru Syðri- eða Vestri-Pollar; þar var áningar-
staður þeirra, sem fyrrum fóru Vatnahjallaveg. Við
tjölduðum í Orravatnarústum 2174 fet yfir sjó; þar
iná dvelja lengi með rnarga hesta, því hagar eru
nógir, þó mest sé þar ruddi og sina.
Snemma morguns I. ágúst fórum við lausriðandi
suður að jökli til þess að skoða Illviðrahnúka og
jökulröndina. Fórum við fyrst um graslendið fram
hjá leitamannakofa, er Skagfirðingar eiga; en þar
fyrir sunnan taka við sömu öræfin, graslausir hryggir
og öldur ; við riðum upp á ha;stu ölduna, sem vel
má kalla Skygnishól (2569 fet), því þaðan er víðsýui
mikið um hálendiö, bæði suður í Hofsjökul og norð-
ur á Tindastól og Drangey. Þaðan riðum viö suður
að Illviðrahnúkum og komumst þangað eftir 4 tíma
harða reið ; aðalhnúkarnir efst á tungunni milli Jök-
ulsánna eru 10 eða 12, og eru flestir sérstakir og
sandar á inilli, og kvíslast þar jökulsprænur, sem
eru mjög mismunandi að vatnsmegni eftir veðráttu;
þær eru vatnsmiklar, þegar heitt er og sólbráð ú
jökli, en vatnslitlar eða alveg þurar, þegar kalt er.
A melurmm og söndunum milli hnúkanna er víða
stórgerð rnöl og malarsteinarnir af ýmsu tagi (basalb
dolerit, móberg og allmargir líparitnrolar); móberg'
er í öllum tindunum, en líparít sést hvergi; lfparít"
rnolarnir hljóta því að berast fram af jökulkvJsluíO
innan úr jökli. í móberginu eru víða lábarðir hnull-
ungar, og stór björg af hnullungabergi eru á vlð og
dreif um sandana, og eru molar hnullungabergsi»s
af ýmsu tagi (dolerit, hrautr og móberg). Jarðlaga-
röðin i héruðuin þessum sýnist vera sú, að neðst ef