Andvari - 01.01.1898, Page 164
þurar vatnsrásir eru hér víða með urðum op vatns
pollar á stangli. Alstaðar er hin sama gróðurlausa
auðn svo langt sem augað eygir í allar áttir, punga-
grös sjást á stangli, en ekkert dýr og enginn fugl.
Isnúið dólerit mun viðast vera undir og kemur það
víða fram, en malarlögin ofan á aukast, er vestur
dregur, og verða sumstaðar 30—60 fet á þykt; sum-
staðar eru leirlög og ísnúnir hnullungar; þar sem
dóleritið kemur upp úr mölinni, eru víða á því
glöggar ísrákir. Eftir 4 tíma allharða reið frá
.Tökulsá komum við að ársprænu og voru dálitlar
hagatægjur frarn með henni. A þessi var Svartá,
riðum við rúma klukkustund niður með henni, uns
við fundum brúklega haga f'yrir hestana, tjölduðum
svo á árbakkanum og vorum þar um nóttina.
Nokkrar kvakandi lóur fögnuðu okkur um kveldið;
það voru hinar fyrstu lifandi skepnur, sem við höfð-
um séð frá því við fórum úr Orravatnarústunfl.
Næsta dag riðum við ni'ður Svartárbuga, fyrir austan
Aðalmannsvötn og yfir Litlasand. Litlisandur er
öldumyndaður allbreiður fjallshryggur milli Svartár
og Gilhagadals. Aðalefni fjallsins er blágrýti, en
möl og lausagrjót ofan á ; fjallvegur þessi er 2238
fet á hæð; þegar kemur yfir hann, taka við lækk-
andi daladrög með allmiklum gróðri niður að Gil*
haga. Næstu nótt gistum við í Gilhaga.
Næsta dag (5. ágúst) brá eg mér yfir í Vestur-
dal að Goðdölum. í dal þessum er þurlent og grös-
ugt, og háir malarkambar í 3 hjöllum við ána; veð-
urblíða kvað vera þar mikil og skýlt fyrir flestum
veðrum; fjöllin eru klettalaus og aðlíðandi, og ekki
mjög há; aðaldalurinn hverfur þar sem Hofsá fellni'
í Jökulsá, en Hofsárdalurinn er eiginlega áframhald
hans, því Jökulsá kemur vestan í dalinn úr stórn