Andvari - 01.01.1898, Qupperneq 182
17(»
mikil, og er mátulega stór skál fyrir hana uppi í
fjallinu fyrir ot'an; þar er líka austan í fjallinu líp-
arítblettur, sem kallaður er Grettisskvrta, og annar
nokkru sunnar. Mýrar liggja að Svinavatni á allar
vegu og hallast að því, er alt af riðið með vatninu
um hnullungagrjót, og yfir vík', úr því syðst; vatnið
kvað vera djúpt, menn segjast ekki hafa fundið
botn með 20 faðrna færi, og áll ef'tir því miðju, þar
er silungsveiði mikii. Norðan við vatnið er aflíð-
andi blágrýtisháls, framhald af' ásunum við Tinda,
sem ganga niður með Blöndu. Svínadalur er björgu-
leg sveit, þvi riær cintómt graslendi, Svíndælingar
eru góðir búmenn og efnamenn; jarðabætur hafa
verið gjörðar þar rniklar. Frá Auðkúlu fór eg suð-
ur Svínadal, dalurinn fláir töluvert út að austan-
verðu, því þar takmarkast hann af' lágum hálsi, en
að vestanverðu er hátt og bratt fja.ll. 1 dalnum eru
margir smáhólar af' isaldargrjóti, en mýrar og gras-
lendi ofan á; Svínadalsá, sem efdr dalnum rennur,
er fremur vatnslítil. Við komum við á Rútsstöðum,
og fengum þar fylgd í Vatnsdal; fórum við svo upp
með ánni að Hrafnabjörgum, sem er efsti bær að
austanverðu, en Gafl að vestan; þar er allmikill leir
í börðum, og stórir ísnúnir hnullungar innan um;
riðum við svo upp tunguna milli tveggja kvísla, er
mynda Svinadaisá; hin eystri heitir Hrafnabjarga-
kvisl, hún kemur upp í tjörn á heiðinni, nærriþeirri
tjörn kvað vera einkennilegur pyttur, hann gýs nieð
rykkjum —>/2 alin, en ískalt vatn er i honum»
sem svalar mjög vel; þetta er ef til vill ölkelda-
Yfir vestri kvislina fórum við hjá Marðarnúpsseli,
sem er kot á heiðinni 1109 fet yfir sjó, þaðan bak
við Svínadalsfjall, veg þann, sem kallaður er fýrir
Axlir. Vegur þessi er fremur slitróttur, með mel-