Andvari - 01.01.1898, Page 184
1 .tí
núið, og kemur það íram á stöKu stað. í Vatns-
dalsfjalli upp af Hvammi eru miklar Iíparítmyndan-
ir, og er mikill mishalli þar á liparít- og basaltlög-
um, og lögin víða bogin, líparítmyndanirnar haldast
norður eftir, norður undir fjallsenda, og hjá Hjalla-
landi er líparítgangur; vestan dals er örlítið líparít
í hálsinum fyrir of'an Flögu, og svo tekur það sig
upp aftur í Asmundarnúpi á Víðidalsfjalli í tind
þeim, er heitir Rauðkollur. Líparítið í Vatnsdals-
fjalli nær gegnum það, og kemur fram í hlíðunum
vestau við Sauðadal, siðan í Svínadalsfjalli eins og
vér f'yrr gátum um, og loks í Hliðarfjalli í Langa-
dal; líparítlag þetta hefir þ\rí auðsjáanlega náð yfir
langt svæði, áður en dalirnir mynduðust og skáru
það sundur, eða líparítið hefir upprunalega myndast
í stórri sprungu, er gengið hefir frá austri til vest-
urs. Frá Vatnsdalshólum vestur með Víðidalsfjalli
er fiatur raelhjalli með núnu grjóti, en blágrýti und-
ir, sem kemur fram t. d. við Gljúfurá; hefir sjórlík-
lega í fyrndinni náð hér upp eftir, yfir alt láglend-
ið, og upp i Víðidal, í þeim dal hjá Lækjamótum,
og víðar eru svipaðir melhjallar með núnu grjóti
ofan á, og smágjörvum ægisandi innan i, dökkleit-
um. Úr Vatnsdal fór en snöggva ferð i Víðidal, að
Viðidalstungu, og svo vanalega leið í Hrútafjörð og'
suður sveitir til Reykjavikur. Víðidalur er allur
hulinn lausagrjóti, leir, möl og isaldurruðningi. Víði-
dalstunga stendur í tungunni milli Víðidalsár Og
Fitjár; fyrir neðan túnið sjálft, erugamlar girðingar; þ^
er sagt að Páll Vídalin hafi látið sá til korns. 1
dalnum er nokkuð undirlendi fyrir neðan Viðidals-
tungu. en við Ásgeirsá ganga holtin saman og lyhja
fyrir dalinn, líklega hefir fyrrum verið vatn fyr'r
ofan liólana, sem síðar hefir fengið framrás. Háls-