Andvari - 01.01.1898, Page 187
181
að Hjarðarholti, og all-langt fram í Laxárdal. Frá
Hjarðarholti fór eg með Laxá til sjávar og því
næst fram Hörðudal vfir Sópandaskarð, yfir að
Langavatni, og þaðan niður að Borg, og að Langár-
fossi. Frá Langárfossi hélt eg að Arnarstapa við
Alftá, og niður með henni allri og yfir að Vogi.
Því næst að Ökrum og upp með Hítará að Kattar-
fossi, og að Staðarhrauni. Frá Staðarhrauni fór eg
vestur að Rauðamel, og skoðaði þaðan Haffjarðará,
og því næst sem leið liggur vestur Miklaholtshrepp
og Staðarsveit að Hellnum undir Jökli. Á þeirri
leið kynti eg mér Straumfjarðar- og Staðará og
vötnin í Staðarsveit. Frá Hellnum fór eg kringum
Snæfellsjökul um Sand og Olafsvík, og þaðan
yfir Fróðárheiði til Búða, og svo til Borgarness,
og kom svo heim aftur 4. ág. Það var áform mitt,
að fara svo í miðjum ágúst vestur á Vestfirði, en
heimilisástæður hömluðu mér frá að fara þá ferð.
I september fór eg upp á Akranes.
Um svæðið kringum Hvítá frá Andakilsá að
Norðurá, og um Dalasýslu, fór Feddersen 1884, og
er skýrsla um þá ferð í Andv. 1885.
I. Laxár og laxveiðar.
Af ölium þeim ám, er falla um Borgarfjarðar-
undirlendið, er Hvítá mest veiðiá. Hún er, eins og
Uafnið ber með sér, jökulvatn (hið eina á þessu
svæði), en verður þó alltær, einkum í kuldatíð, því
þá frýs Geitá, er ber í hana mikinn leir frá Geit-
landsjökli. Svo fær hún mikið af bergvatni úr
þverátn sínum. Eg skoðaði hana víða frá ósi að
Sánistöðum í Hvítársíðu. Áin er víðast lygn á þessu
svæði og enginn foss í henni, nema Kláffoss, en
hann er vel laxgengur. Með f'ram Hvitársíðu er