Andvari - 01.01.1898, Page 189
183
i-usl af jurtatægi, en ekkert kvikt. Botninn í ánni
er sendinn upp fyrir Stafholtsey, en svo kemur möl.
Enginn eða litill jurtagróður er í henni.
Andrés Féldsted, óðalsbóndi á Hvítárvöllum, er
mestur veiðimaður við Hvítá, og hefir um langan
íildur veitt bæði henni og laxinum nákvæmt eptir-
iit. Hann fræddi mig og mjög vel.
Þegar vel viðrar, byrjar stórlaxinn að ganga í
ána þegar i apríl, og i byrjun júnim. smálax með.
Aftur gengur stórlax upp í ágúst, sem ekki hefir
farið úr ánni fyr en í april; hann er því stutt i sjó
og nær þvi ekki eins mikilli fitu og gljáa, sem hinn
laxinn, er fer úr ánni í desember. Féldsted hygg-
ur, að smálaxinn fari þegar úr ánni i okt.,
og hrygni ekki. Lax gengur sjaldan upp fyrir
Kláffoss. Guðmundur á Sámstöðum segist alls hafa
fengið 3 laxa í silunganet í ánni. Lax leitar á
vindinn og gengur uþp i ána með aðfalli. Aðrir
hafa tekið eftir því, að lax leiti í hvössum vindi að
þeim bakkanum, sem skjól er undir. B'éldsted
hyggur, að lax hrygni ekki i Hvítá sjálfri, og er
það sennilegt. Hann hefir veitt hrygndan lax á
jólaföstu snemma (í Grimsá), og í hitt eð fyrra var
ullur lax hrygndur í nóvemberlok. Hann hefir
íundið »mor« og marflær í maga á laxi, sem um
fima hefir farið út í fjörðinn, og smásild og sand-
sili í nýgengnum smálax. En stórlax, sem ekki
heflr hrygnt, er ætíðmeðtóman maga. Meðalþyngd
ú stórlaxi er 8 —10 pd., en stærstan lax hefir hann
Lerigið 35 pd., og oft 15—20 pd. laxa, helzt í ádrátt
(í Grimsá), því stærstu laxarnir varast lagnetin eða
únetjast ekki í þeim. Smálaxinn er 4—5 pd., en
smærri laxar en 3'/» pd. smjúga netin. Fullsaltaður
hix léttist utu 2/5 hér um bil.