Andvari - 01.01.1898, Page 190
184
Selur er oft mikill í Hvítá, 0£ kemur upp f
hana með laxinum á vorin, og fer alt upp að Kláf-
fossi: að eins tvisvar orðið vart við hann lengra
upp frá. Hann heldur til uppi í ánni fram eftir sumri
og kæpir þar. Niður frá (fj’rir neðan Grimsá) kemur
hann með aðfalli utan úr firði, en fer aftur með út-
falli. Rífur hann mjög fisk úr netum og netin sjálf.
Féldsted hefir drepið margan sel, og 1872 gjörðu
veiðibændur við Hvítá samtök til að útrýma seln-
um, með því að þvergirða ána neðarlega með sterkri
nót, og flæina selinn ofan að i nótina, en flestii'
selirnir gátu smogið undir hana. Þetta var gjört
árlega í 3 ár, svo selurinn stygðist mikið, og þótti
laxveiði aukast á eftir. (Sbr. Lax og selur eftir A.
F., Fjallk. 7. árg. bls. 121 og 125). Auk sels á lax-
inn aðra óvini við Hvítá og þverár hennar, þ. e. a.
s. örn og veiðibjöllu. Veiðibjallan • situr um, ef laX
kemur á grynningar, og heggur hún hann þá rot-
högg f höfuðið, og dregur hann svo á land. Gul-
endur drepa oft silung.
Bæir, sem eiga veiði í Hvítá, eru: Hvanneyri,
Hvítárós, Hvítárvellir, Þingnes, Bakkakot, Stafholts-
ey, Langlio’t, Bær, Kroppur, Klettur og Deildar-
tunga að sunnan; Hamrendar, Stafholt, Svarfhóll,
Ferjukot, Ferjubakki og Ölvaldsstaðir að norðan.
Mestir veiðibanr eru Hvltárvellir, Ferjukot og Þing-
nes. Reynt hefir verið að leggja króknet undir Kláf-
foss, en þau hafa fylst af leðju. Veiðitíminn er i'U
frá 20. maí til 20. ág. Lax er alstaðar veiddur í
lcróknet, og lagnirnar við klapparnef i straumstrengj-
um. Jeg skoðaði lagnirnar á Hvítárvöllum; Þiier
eru 4. Ut frá klapparnefinu gengur kláfagarður,
alt að 10 faðma langur, með rimlum milli kláfanua.