Andvari - 01.01.1898, Page 192
].%
hrognum en annars?) Hann segir enga af'tnrf'ör í
veiði, og sama sagði mér lannar maður. 1897 var
mjög lítil veiði í ánni, eins og víðar; bæði gekk litið
af laxi í hana vegna bjartviðris og norðanstorma um
vorið, sem grugga mjög upp fjörðinn, og vegna vatna-
vaxta í ánni um það leyti, sem laxinn gekk helzt (í
júní). Að lax hafi verið allmikill í Hvítá fyrrum
sést af veiðitilraunum Mumms í Hvítárósi 1648 (Esp.
Árb. 5. p., 109. k.).
Neðsta áin, sem fellur í Hvítá sunnanverða, er
Grímsd. Hún kemur úr Reyðarvatni, fyrir ofan
Lundarreykjadal, og rennur eftir honum og út í Hvitá
nokkru fyrir ofan Hvítárvelli. Eg hefi farið með
henni neðan að og upp fyrir Norðlingavað. Frá
vaðinu niður að Fossatúni er hún lygn, og sumstað-
ar eru straumlitlir kaflar (fljót) rneð nokkrunr jurta-
gróðri og leðjubotni, en annars er botninn víðast
möl og sandur. Niður frá Fossatúni eru fossar og
hylir i henni og klettabotn á nokkrum kafla ; neðsti
fossinn er Laxfoss. Fyrir neðan hann er áin aftur
lygn, og renrmr of't í 2 kvíslum með eyrum á milli.
Allir eru fossarnir laxgengir, og tnjög vel lagað f'yrir
stangaveiði við þá, og Englendingar hafa þvi lengi
leigt ána. Hún er vatnsmikil og vel fallin f'yrir lax,
og klekst eflaust mikið af' laxi i henni, þvi hún hefir
mörg skilyrði l'yrir vexti og viðgangi ungviðis.
Féldsted sýndi mér 1895 riðblett í krók irndir LaX-
f'ossi, og fyrir of'an hann eru víst riðblettir líka.
Ásmundur i Múlakoti sagðist vita af einum nokkru
f'yrir ofan Múlakot. í landbroti (læk) fyrir neðan
Laxf'oss segist Féldsted oft verða var við laxunga.
Ásmundur hyggur, að laxinn fari á einura sólarhring
úr Hvítá upp að Laxfossi.
Veiði í ánni eiga Hvitárvellir, Hestur, Múlakot,