Andvari - 01.01.1898, Page 196
190
Norðurá rennur í Hvitá nokkuru fyrir ofan
Grírnsá. Eg fór víðast með henni frá mynni og upp
i Norðurárdal. Hún er mjös: vatnsmikil. Upp undir
Munaðarnes er hún mjög lvgn og djúp (skipgeng);
en svo koma strengir, hávaðar og fossar upp að
Norðurárdal, en þar verður hún aftur lygn og renn-
ur i rnörgum kvíslum kring um Desey. Niður undan
Hreðavatni renna í hana margar kaldavermslalindir
undan hrauni Andspænis Stafholti rennur í hana
Gljúfurá. Bæði Hvítá og Noi ðurá hafa breytt rensli
við ármótin; við það mínkaði veiði í Norðurá og
þraut alveg í Gljúfurá, af því mynni hennar breytt-
ist þá af sandburði. Gljúfurá er mjög grýtt í
botni og gekk áður töluverður lax í hana. — Snorri
á Laxfossi fylgdi mér að fossunum. Hinn neðri heitir
Laxfoss ; hann er um 12 fet hár, skáhallur eða með
stöllum, vatnsmikill og vel laxgengur. Neðan undir
honum er Nikulásarker og þar niður at Almenning-
ur. Efri fossinn er Glanni, 14—16 fet hár, en þó
rneð stöllum og laxgengur. Snorri hefir stundað
veiði í ánni í 10 ár; f'ræddi hann mig vel um veið-
ina. Laxvart verður lítið í ánni fyr en eftir Jóns-
messu, og lax gengur nú ekki lengra en að Glitstöð-
um, en til íorna fram í Krókshyl, fyrir ofan Hvamm.
Laxinn er allur smár, flestir undir 5 pd., stærstir
10 pd. Selur fer ekki upp í ána. — Veiði í ánni
eiga Stafholt, Hlöðutún, Einifell og Veiðilæknr að
austan; Laxfoss, Litlaskarð, Grafarkot, Gröf, Svigna-
skarð og Haugar að vestan. Veiðitlmi er l/e til V9,
Bezti veiðibærinn er Veiðilækur, sem hefir króknet
undir Laxfossi (fekk 1895 lax fyrir um 400 kr.). I
Nikulásarkeri er dregið á fyrir Stafholtskirkju. Snorri
hefir eina lögn undir Laxfossi og heíir fengið mest 60,
og þykir veiðin fretnur aukast. En fyrir 40 árutn