Andvari - 01.01.1898, Page 198
192
vatni. í Urriðaá, sem fellur í Langárós, hefir hann
séð lax í niðurgöngu viku af sumri; í þessa á geng-
ur lax stundum í vatnavöxtum, en fjarar þar inni,
þegar áin þver, og má þá taka laxinn með höndun-
um. Laxinn í Langá er mjósleginn og stærstur
15—17 pd. Hann segir að laxinn haldi sig um daga
i hávöðum og urðum, en í hyljum á nóttu. Hann
hefir aldrei veitt lax 1 net í iðunni undir fossinum á
nóttu, þótt góð veiði hafi verið um daga. Selur er
töluverður i ósnum og við hann eru friðhelg látur frá
Rauðanesi. Að eins er veitt frá Fossi og Anabrekku
og lítið eitt á síðustu árum frá Leirulæk og Rauða-
nesi, og eitthvað litið í ádrátt hjá Jarðlangsstöðum.
Veitt er i króknet í ósnum ; eníeinföld lagnet undir
fossinum og dregið á i krók hjá efra fossinum;
möskvavídd 2Veiddi Pétur 1895 300 laxa; 6
ár þar á undan höfðu Englendingar ána og veiddu
mest 300 á ári. Aður var veitt þannig, að stíflaður
var með staurum og hrísi sá staður i fossinum, sem
lax gengur i, og laxinn svo króaður neðan undir.
Andalcílsd ketnur úr Skorradalsvatni og fellur
i Borgarfjörð sunnanverðan. Neðarlega í henni er
allhár og ólaxgengur fos^; fyrir neðan hann er stund-
um iax, en litil veiði. ^
Eg fór með Álftd frá Kerfossi hjá Arnarstapa
niður undir ós. Frá fossinum og nokkuð niður eftir
er hún ströng, með smáf'ossum, flúðum og hyljum
(góð til stangaveiða), en verður svo lygn með nokkr-
um (þúsundblaðs og eltingarjgróðri; á haustin verð-
ur hún mjög lftil. Nú er lítið um lax i ánni. Hann
gengur ekki fyr en i júlí og oftast ekki fyr en í
ágúst, stundum með netaförum; stundum gengur
upp lax um réttir; sumt af honum er staðinn lnX
(sem búinn er að hrygna?), en sumt feitur og sæl-